Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Hólmfríður Gísladóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Samúel Karl Ólason skrifa 30. maí 2022 06:47 Aðskilnaðarsinnar í Donetsk skjóta sprengjum á hversveitir Úkraínumanna. Getty/Leon Klein Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira