Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 18:30 Kjartan Atli, bróðir og dóttir rákust á gamla brýnið Brian Scalabrine. Vísir/Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni. Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan.
Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira