Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2022 07:00 Rafbíll í hleðslu. Dýrstu rafbílarnir gætu hækkað í verði um meira en eina og hálfa milljón króna í haust auki stjórnvöld ekki kvóta fyrir skattalegar ívilnanir áður en núgildandi kvóti klárast. Vísir/Vilhelm Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna. Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram. Nú er svo komið að aðeins 1.599 bílar eru eftir af kvótanum, að sögn Jóhannesar Jóhannesonar, staðgengils framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Um þessar mundir seljist 115 rafbílar að meðaltali á viku. Miðað við slíka sölu gæti kvótinn verið uppurinn eftir í mesta lagi tólf vikur. „Að mínu viti myndi ég halda við séum að tala um svona þrjá og hálfan mánuð, þá er þessi kvóti sem er núna í gildi búinn,“ segir Jóhannes við Vísi. Þannig gætu dýrustu rafbílarnir hækkað um 1.560 þúsund krónur í verði á sama tíma og vextir á bílalánum og lántökukostnaður fari hækkandi. Jóhannes segir að þannig geti kostnaðaraukningin fyrir væntanlega rafbílakaupendur náð allt að tveimur milljónum króna þegar allt er talið. Aðeins plástur að hækka kvótann um nokkur þúsund Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að fjölga rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnanir í formi niðurfellingar á virðisaukaskatti úr 15.000 í 20.000. Jóhannes segir að miðað við núverandi söluþróun rafbíla dygði sú hækkun að mesta lagi í eitt ár, fram á mitt ár 2023. „Að okkar viti er það bara plástur,“ segir Jóhannes. Ívilnanir geri rafbíla samkeppnishæfa í verði við bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti. Falli þær niður og rafbílar hækki verulega í verði dagi fjárhagslegur hvati fyrir neytendur að fjárfesta í rafbíl upp. „Það er ekki það að fólk vilji ekki taka þátt í þessum orkuskiptum eða hugsa um umhverfið. Þetta snýst allt um hvað þú átt í veskinu,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að nýir og strangari mengunarstaðlar fyrir bíla taki gildi í Evrópu árið 2025. Þá telur Jóhannes að bílaframleiðendur hætti sjálfir að þróa bensín- og dísilbíla þar sem það verði of kostnaðarsamt. Allir eigi eftir að færa sig yfir í rafmagn eða aðra kosti. Bílgreinasambandið hafi því lagt til að stjórnvöld haldi ívilnunum fyrir rafbíla til áramóta 2025. „Þetta er bara spurning um að halda sjó í þrjú ár í viðbót og tryggja það að sá góði árangur sem náðst hefur nú þegar, að það komi ekki eitthvað bakslag í hann,“ segir Jóhannes. Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.Bílgreinasambandið Tengiltvinnbílum snarfækkaði þegar kvótinn kláraðist í vor Áhrif þess að ívilnanakvóti fyrir svonefnda tengiltvinnbíla, bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti en er einnig hægt að hlaða rafmagni fyrir akstur yfir styttri vegalengdir, rann út í apríl virðast skýr. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins voru fleiri en fjögur hundruð tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Bílaleigur hömstruðu tengiltvinnbílana áður en kvótinn var uppurinn. „Þær náttúrulega nýttu sér þennan kost. Svo þegar maður skoðar síðustu þrjár vikur eru þær að færa sig yfir í bensín og dísil,“ segir Jóhannes. Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hafa varað við því að stjórnvöld bjóði hættunni heim með því að hafa kvóta á ívilnanirnar. „Þetta náttúrulega mun alltaf hafa áhrif á markmið stjórnvalda í þessum orkuskiptum og mengunar- og losunarmálum. Það er ekki eins og bíl sem er seldur í dag hverfi á morgun. Þetta hefur áhrif til fjölda ára,“ segir Jóhannes. Stjórnvöld höfðu áður lækkað virðisaukaskattsívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming um áramótin. Ýmsar rannsóknir benda til að tengiltvinnbílar séu ekki eins vistvænir og af er látið, þrátt fyrir að þeir geti ekið á rafmagni. Vísbendingar eru þannig um að eldsneytisnotkun og koltvísýringsnotkun slíkra bíla sé mun hærri en ella þyrfti að vera vegna þess að fólk hleður þá sjaldan. Þá eyða tengitvinnbílarnir meira jarðefnaeldsneyti en sambærilegir bílar með bensín- eða dísilvél þar sem þeir eru þyngri. Leggja til ívilnanir fyrir endursölu Ríkissjóður hefur varið á þriðja tug milljarða króna í að niðurgreiða kaup á vistvænum bifreiðum undanfarinn áratug, þar af rúmlega tólf milljarða króna vegna hreinna rafbíla. Hlutdeild þeirra í nýskráningum hefur aukist undanfarin ár. Það var 22% árið 2019, 46% árið 2020 og 58% í fyrra. Af 4.501 rafbíl sem fékk ívilnun í fyrra var virðisaukaskattur felldur niður að fullu af tæplega fjögur þúsund bílum en að hluta fyrir 527 bíla. Í þeim tilfellum nam virðisaukaskatturinn um fimm prósentum af verði í stað 24 prósenta ella. Í frumvarpi fjármálaráðherra um að hækka kvóta fyrir ívilnanir rafbíla um fimm þúsund er einnig lagt til að lækka hámarksupphæð niðurfellingar virðisaukaskatts þannig að hámarkið verði 1.320 þúsund krónur fyrir hvern bíl á næsta ári. Þar er einnig að finna tillögu um að ívilnanir gildi einnig fyrir endursölu vistvænna bíla sem á að nýtast bílaleigum. Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna. Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram. Nú er svo komið að aðeins 1.599 bílar eru eftir af kvótanum, að sögn Jóhannesar Jóhannesonar, staðgengils framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Um þessar mundir seljist 115 rafbílar að meðaltali á viku. Miðað við slíka sölu gæti kvótinn verið uppurinn eftir í mesta lagi tólf vikur. „Að mínu viti myndi ég halda við séum að tala um svona þrjá og hálfan mánuð, þá er þessi kvóti sem er núna í gildi búinn,“ segir Jóhannes við Vísi. Þannig gætu dýrustu rafbílarnir hækkað um 1.560 þúsund krónur í verði á sama tíma og vextir á bílalánum og lántökukostnaður fari hækkandi. Jóhannes segir að þannig geti kostnaðaraukningin fyrir væntanlega rafbílakaupendur náð allt að tveimur milljónum króna þegar allt er talið. Aðeins plástur að hækka kvótann um nokkur þúsund Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að fjölga rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnanir í formi niðurfellingar á virðisaukaskatti úr 15.000 í 20.000. Jóhannes segir að miðað við núverandi söluþróun rafbíla dygði sú hækkun að mesta lagi í eitt ár, fram á mitt ár 2023. „Að okkar viti er það bara plástur,“ segir Jóhannes. Ívilnanir geri rafbíla samkeppnishæfa í verði við bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti. Falli þær niður og rafbílar hækki verulega í verði dagi fjárhagslegur hvati fyrir neytendur að fjárfesta í rafbíl upp. „Það er ekki það að fólk vilji ekki taka þátt í þessum orkuskiptum eða hugsa um umhverfið. Þetta snýst allt um hvað þú átt í veskinu,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að nýir og strangari mengunarstaðlar fyrir bíla taki gildi í Evrópu árið 2025. Þá telur Jóhannes að bílaframleiðendur hætti sjálfir að þróa bensín- og dísilbíla þar sem það verði of kostnaðarsamt. Allir eigi eftir að færa sig yfir í rafmagn eða aðra kosti. Bílgreinasambandið hafi því lagt til að stjórnvöld haldi ívilnunum fyrir rafbíla til áramóta 2025. „Þetta er bara spurning um að halda sjó í þrjú ár í viðbót og tryggja það að sá góði árangur sem náðst hefur nú þegar, að það komi ekki eitthvað bakslag í hann,“ segir Jóhannes. Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.Bílgreinasambandið Tengiltvinnbílum snarfækkaði þegar kvótinn kláraðist í vor Áhrif þess að ívilnanakvóti fyrir svonefnda tengiltvinnbíla, bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti en er einnig hægt að hlaða rafmagni fyrir akstur yfir styttri vegalengdir, rann út í apríl virðast skýr. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins voru fleiri en fjögur hundruð tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Bílaleigur hömstruðu tengiltvinnbílana áður en kvótinn var uppurinn. „Þær náttúrulega nýttu sér þennan kost. Svo þegar maður skoðar síðustu þrjár vikur eru þær að færa sig yfir í bensín og dísil,“ segir Jóhannes. Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hafa varað við því að stjórnvöld bjóði hættunni heim með því að hafa kvóta á ívilnanirnar. „Þetta náttúrulega mun alltaf hafa áhrif á markmið stjórnvalda í þessum orkuskiptum og mengunar- og losunarmálum. Það er ekki eins og bíl sem er seldur í dag hverfi á morgun. Þetta hefur áhrif til fjölda ára,“ segir Jóhannes. Stjórnvöld höfðu áður lækkað virðisaukaskattsívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming um áramótin. Ýmsar rannsóknir benda til að tengiltvinnbílar séu ekki eins vistvænir og af er látið, þrátt fyrir að þeir geti ekið á rafmagni. Vísbendingar eru þannig um að eldsneytisnotkun og koltvísýringsnotkun slíkra bíla sé mun hærri en ella þyrfti að vera vegna þess að fólk hleður þá sjaldan. Þá eyða tengitvinnbílarnir meira jarðefnaeldsneyti en sambærilegir bílar með bensín- eða dísilvél þar sem þeir eru þyngri. Leggja til ívilnanir fyrir endursölu Ríkissjóður hefur varið á þriðja tug milljarða króna í að niðurgreiða kaup á vistvænum bifreiðum undanfarinn áratug, þar af rúmlega tólf milljarða króna vegna hreinna rafbíla. Hlutdeild þeirra í nýskráningum hefur aukist undanfarin ár. Það var 22% árið 2019, 46% árið 2020 og 58% í fyrra. Af 4.501 rafbíl sem fékk ívilnun í fyrra var virðisaukaskattur felldur niður að fullu af tæplega fjögur þúsund bílum en að hluta fyrir 527 bíla. Í þeim tilfellum nam virðisaukaskatturinn um fimm prósentum af verði í stað 24 prósenta ella. Í frumvarpi fjármálaráðherra um að hækka kvóta fyrir ívilnanir rafbíla um fimm þúsund er einnig lagt til að lækka hámarksupphæð niðurfellingar virðisaukaskatts þannig að hámarkið verði 1.320 þúsund krónur fyrir hvern bíl á næsta ári. Þar er einnig að finna tillögu um að ívilnanir gildi einnig fyrir endursölu vistvænna bíla sem á að nýtast bílaleigum.
Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27