Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 13:07 Sigurður Þ. Ragnarsson er farinn úr Miðflokknum yfir í Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt. Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt.
Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28