„Látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn“ Elísabet Hanna skrifar 10. júní 2022 07:00 Íris segir það alvarlegt að hafa ekki fengið réttar upplýsingar í svona viðkvæmri stöðu. Vísir/Vilhelm Lífið var bjart og framtíðin spennandi hjá hjónunum Írisi Birgisdóttur og Kolbeini Einarssyni þar til hann veiktist skyndilega. Hjónin töldu fyrst að um flensu væri að ræða þar til fram kom málstol og við frekari rannsóknir kom í ljós að hann var með meinvörp í heila og fjórða stigs krabbamein. Á góðum stað „Við vorum á ótrúlegum tímapunkti í lífinu þar sem allt virtist vera að ganga upp,“segir Íris um haustið 2017. Hjónin voru nýbúin að gifta sig, voru að gera upp draumahúsið sitt í sveitinni og áttu von á sínu fyrsta barni þegar veikindin komu fyrst fram. „Þetta var rosalegur rússíbani, rosalegur tími,“ segir hún. Í kjölfar þess að meinvörpin fundust var Kolbeinn sendur til London í aðgerð og við tók lyfjameðferð og geislar. Eftir að annað meinvarpið var sett í rannsókn kom í ljós hvaðan það kom. „Þá kemur í ljós að þetta er lungnakrabbamein“. „Þrátt fyrir að maður viti að um ofuröfl sé að etja þá er vonin svo ótrúlega sterk að við vorum allan tímann á því að við bara kæmum út úr þessu,“ segir Íris sem segist vilja deila sinni sögu í von um að hjálpa og upplýsa aðra í sömu stöðu. Þáttinn hennar Írisar af Fokk ég er með krabbamein má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hún við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur. Í honum er einnig rætt við lögfræðinginn Magnús D. Norðdahl sem aðstoðaði Írisi þegar hún fór að leita réttar síns varðandi kynfrumur Kolbeins: Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Syrgi eiginmanninn og lífið sem hefði getað orðið Ólétt að sínu fyrsta barni „Ég var komin tuttugu vikur á leið, við komum út af Landsspítalanum með þessa greiningu og fórum beint í tuttugu vikna sónar. Þetta var mjög skrítinn tími þegar maður hugsar þetta til baka.“ Íris segir það skrítið að hafa farið í gegnum veikindin og óléttuna samhliða því allur fókusinn hafi farið á veikindin og finnst henni stundum erfitt að heyra aðra tala um barneignaferlið því fyrir henni var það algjört aukaatriði á þessum tímapunkti því aðalverkefnið var að halda Kolbeini á lífi. Vildu eignast fleiri börn Strax daginn eftir að það kom í ljós að Kolbeinn þyrfti að fara í lyfjagjöf segir hún þau hafa tekið ákvörðun um að leggja kynfrumur inn í bankann hjá Livio. Það gerðu þau í von um að geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Tíminn var naumur og byrjaði hann í meðferðinni nokkrum dögum síðar. Hún segir Kolbein hafa talað um að lítill drengur myndi bætast í fjölskylduna og það yrði allt í lagi af því að þau yrðu þrjú ef hann myndi kveðja, Íris og börnin. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) „Það fylgir þér“ Hjá Livio segir hún þau hafa fengið almenna fræðslu um frystinguna og hvernig þetta færi fram og svo segist hún muna eftir setningu sem meðferðaraðilinn sagði: „Hún segir mjög skýrt í lokin, sú sem var með okkur: Svo fylgir þetta kennitölunni þinni Kolbeinn og ef eitthvað kemur fyrir þig, við andlát, þá er því eytt, það fylgir þér,“ Íris segist strax hafa spurt hvort það skipti engu máli að þau væru gift en segist hafa fengið svarið að svo væri ekki. Hún segir þau hafa skrifað undir pappírana hjá Livio en eftir tímann hafi þau farið að velta því fyrir sér hvers vegna það væri ekki í boði að deila réttindum að sýninu sem hjón. Íris segir Kolbein þá hafa sagt að það væri líklega vegna þess að þetta fylgdi lögmálum lífsins og að látnir einstaklingar mættu ekki geta börn sem Írisi fannst góð rök og þar með létu þau því kyrrt liggja. Að byrja í ferlinu Á þeim tímapunkti sem Kolbeinn deyr árið 2019 segir Íris þau hafa verið byrjuð í ferli hjá Livio að eignast sitt annað barn og hafi átt tíma sem þurfti að færa til vegna skyndilegs bakslags hjá Kolbeini sem lést stuttu síðar. „Þegar maður er að syrgja þá er maður að syrgja svo margt, líka alla framtíðina sem átti að verða,“ segir Íris. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Í kjölfar andlátsins segist hún hafa farið að skoða hvort að lögin gerðu í alvörunni ekki ráð fyrir því að hægt væri að nota frumurnar eftir andlát og komst að því að efinn reyndist réttur. „Lögin gera ráð fyrir því að klippa á öll tengsl þannig það er ekkert verið að spá í því hvort að sá sem gaf kynfrumurnar er enn þá á lífi þegar þær eru notaðar þannig að látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn,“ segir Íris. Hún segir að henni hafi fundist það ótrúlegt að mega ekki eignast barn með kynfrumum frá eiginmanni sínum á sama tíma og hún mætti fara í sæðisbanka, þar sem hún gæti fengið kynfrumur frá einhverjum ókunnugum, sem óljóst er hvort að sé á lífi eða ei. Valkosturinn var ekki kynntur Hún segir það hafa komið í ljós að sú væri ekki raunin og sá valkostur sé vissulega í boði að afsala sér sýninu og öllum réttindum yfir á annan aðila. Í þeirra tilviki hefði það verið hún en þann valkost segir hún ekki hafa verið kynntan fyrir þeim hjá Livio. „Það má alveg vera að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvort að látnir einstaklingar eigi að vera að geta börn en þeir eru að því eins og lögin eru núna,“ segir hún. Í Danmörku segir hún það einnig vera í boði að eiga allan réttinn sjálfur þar til kemur að andláti og þá fari rétturinn yfir á annan aðila eins og til dæmis eftirlifandi maka. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Treystu upplýsingunum Lögin sem eru í gildi í dag á Íslandi segir hún vera frá 1996 og segir Íris vera kominn tími á breytingar og bætta upplýsingagjöf. „Það er svo alvarlegt að við höfum fengið rangar eða villandi upplýsingar á þessum tímapunkti því maður er í svo rosalega viðkvæmri stöðu“ segir Íris. Hún segir þau hafa treyst upplýsingunum sem þau fengu hjá Livio og sá hún ekki ástæðu til þess að efast um upplýsingarnar sem heilbrigðisstarfsmaðurinn var að gefa þeim. „Ég var aldrei að fara að eyða tímanum mínum í að fletta upp einhverjum lagabálkum þarna með hann en eftir að hann lést og þetta fór að leita á mig varð ég að vera viss um að ég hafi reynt allt.“ Hélt í vonina Í kjölfar þessa nýju upplýsinga eftir andlát Kolbeins leitaði hún til lögfræðingsins Magnúsar D. Norðdahl ásamt vinkonu sinni sem missti manninn sinn á svipuðum tíma og var í sömu stöðu. Það gerðu þær í von um það að geta nálgast kynfrumur eiginmanna sinna eftir þessa röngu upplýsingagjöf. Magnús D. Norðdahl aðstoðaði þær og ræðir lagalegu hliðina á máli Írisar og vinkonu hennar í þættinum.Aðsend Íris segir þær hafa sent formlegt bréf með aðstoð lögfræðingsins þar sem óskað var eftir því að beðið væri með að farga kynfrumunum þar til búið væri að skoða málið nánar og leyfa þeim að njóta vafans. Hún segir ekkert svar hafa borist fyrr en níu mánuðum síðar sem hún segir fyritækið geta leyft sér þar sem um einkafyrirtæki sé að ræða. Hún segir þá hafa komið í ljós að búið væri að farga kynfrumum Kolbeins og vonin því úti fyrir Írisi, sem hún segir hafa verið sárt og mikinn skell. Vinkona hennar fékk þó betri fréttir um að ekki væri búið að farga kynfrumum eiginmanns hennar og er enn í dag að reyna að nálgast þær og segir Íris hana bíða svara frá landlækni sem hún er búin að bíða eftir síðan árið 2020. Fokk ég er með krabbamein Heilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Annars deyr maður út af þessu“ Róbert Jóhannsson, fréttamaður og þjálfari, greindist með krabbamein í ristli og við endaþarm undir lok síðasta árs. Valdimar Högni Róbertsson, sonur hans er aðeins níu ára og byrjaði með hlaðvarpið „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ til þess að hjálpa sér og öðrum að komast í gegnum veikindin. 27. maí 2022 11:31 „Orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur“ Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020. 20. maí 2022 10:31 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Á góðum stað „Við vorum á ótrúlegum tímapunkti í lífinu þar sem allt virtist vera að ganga upp,“segir Íris um haustið 2017. Hjónin voru nýbúin að gifta sig, voru að gera upp draumahúsið sitt í sveitinni og áttu von á sínu fyrsta barni þegar veikindin komu fyrst fram. „Þetta var rosalegur rússíbani, rosalegur tími,“ segir hún. Í kjölfar þess að meinvörpin fundust var Kolbeinn sendur til London í aðgerð og við tók lyfjameðferð og geislar. Eftir að annað meinvarpið var sett í rannsókn kom í ljós hvaðan það kom. „Þá kemur í ljós að þetta er lungnakrabbamein“. „Þrátt fyrir að maður viti að um ofuröfl sé að etja þá er vonin svo ótrúlega sterk að við vorum allan tímann á því að við bara kæmum út úr þessu,“ segir Íris sem segist vilja deila sinni sögu í von um að hjálpa og upplýsa aðra í sömu stöðu. Þáttinn hennar Írisar af Fokk ég er með krabbamein má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hún við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur. Í honum er einnig rætt við lögfræðinginn Magnús D. Norðdahl sem aðstoðaði Írisi þegar hún fór að leita réttar síns varðandi kynfrumur Kolbeins: Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Syrgi eiginmanninn og lífið sem hefði getað orðið Ólétt að sínu fyrsta barni „Ég var komin tuttugu vikur á leið, við komum út af Landsspítalanum með þessa greiningu og fórum beint í tuttugu vikna sónar. Þetta var mjög skrítinn tími þegar maður hugsar þetta til baka.“ Íris segir það skrítið að hafa farið í gegnum veikindin og óléttuna samhliða því allur fókusinn hafi farið á veikindin og finnst henni stundum erfitt að heyra aðra tala um barneignaferlið því fyrir henni var það algjört aukaatriði á þessum tímapunkti því aðalverkefnið var að halda Kolbeini á lífi. Vildu eignast fleiri börn Strax daginn eftir að það kom í ljós að Kolbeinn þyrfti að fara í lyfjagjöf segir hún þau hafa tekið ákvörðun um að leggja kynfrumur inn í bankann hjá Livio. Það gerðu þau í von um að geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Tíminn var naumur og byrjaði hann í meðferðinni nokkrum dögum síðar. Hún segir Kolbein hafa talað um að lítill drengur myndi bætast í fjölskylduna og það yrði allt í lagi af því að þau yrðu þrjú ef hann myndi kveðja, Íris og börnin. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) „Það fylgir þér“ Hjá Livio segir hún þau hafa fengið almenna fræðslu um frystinguna og hvernig þetta færi fram og svo segist hún muna eftir setningu sem meðferðaraðilinn sagði: „Hún segir mjög skýrt í lokin, sú sem var með okkur: Svo fylgir þetta kennitölunni þinni Kolbeinn og ef eitthvað kemur fyrir þig, við andlát, þá er því eytt, það fylgir þér,“ Íris segist strax hafa spurt hvort það skipti engu máli að þau væru gift en segist hafa fengið svarið að svo væri ekki. Hún segir þau hafa skrifað undir pappírana hjá Livio en eftir tímann hafi þau farið að velta því fyrir sér hvers vegna það væri ekki í boði að deila réttindum að sýninu sem hjón. Íris segir Kolbein þá hafa sagt að það væri líklega vegna þess að þetta fylgdi lögmálum lífsins og að látnir einstaklingar mættu ekki geta börn sem Írisi fannst góð rök og þar með létu þau því kyrrt liggja. Að byrja í ferlinu Á þeim tímapunkti sem Kolbeinn deyr árið 2019 segir Íris þau hafa verið byrjuð í ferli hjá Livio að eignast sitt annað barn og hafi átt tíma sem þurfti að færa til vegna skyndilegs bakslags hjá Kolbeini sem lést stuttu síðar. „Þegar maður er að syrgja þá er maður að syrgja svo margt, líka alla framtíðina sem átti að verða,“ segir Íris. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Í kjölfar andlátsins segist hún hafa farið að skoða hvort að lögin gerðu í alvörunni ekki ráð fyrir því að hægt væri að nota frumurnar eftir andlát og komst að því að efinn reyndist réttur. „Lögin gera ráð fyrir því að klippa á öll tengsl þannig það er ekkert verið að spá í því hvort að sá sem gaf kynfrumurnar er enn þá á lífi þegar þær eru notaðar þannig að látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn,“ segir Íris. Hún segir að henni hafi fundist það ótrúlegt að mega ekki eignast barn með kynfrumum frá eiginmanni sínum á sama tíma og hún mætti fara í sæðisbanka, þar sem hún gæti fengið kynfrumur frá einhverjum ókunnugum, sem óljóst er hvort að sé á lífi eða ei. Valkosturinn var ekki kynntur Hún segir það hafa komið í ljós að sú væri ekki raunin og sá valkostur sé vissulega í boði að afsala sér sýninu og öllum réttindum yfir á annan aðila. Í þeirra tilviki hefði það verið hún en þann valkost segir hún ekki hafa verið kynntan fyrir þeim hjá Livio. „Það má alveg vera að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvort að látnir einstaklingar eigi að vera að geta börn en þeir eru að því eins og lögin eru núna,“ segir hún. Í Danmörku segir hún það einnig vera í boði að eiga allan réttinn sjálfur þar til kemur að andláti og þá fari rétturinn yfir á annan aðila eins og til dæmis eftirlifandi maka. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Treystu upplýsingunum Lögin sem eru í gildi í dag á Íslandi segir hún vera frá 1996 og segir Íris vera kominn tími á breytingar og bætta upplýsingagjöf. „Það er svo alvarlegt að við höfum fengið rangar eða villandi upplýsingar á þessum tímapunkti því maður er í svo rosalega viðkvæmri stöðu“ segir Íris. Hún segir þau hafa treyst upplýsingunum sem þau fengu hjá Livio og sá hún ekki ástæðu til þess að efast um upplýsingarnar sem heilbrigðisstarfsmaðurinn var að gefa þeim. „Ég var aldrei að fara að eyða tímanum mínum í að fletta upp einhverjum lagabálkum þarna með hann en eftir að hann lést og þetta fór að leita á mig varð ég að vera viss um að ég hafi reynt allt.“ Hélt í vonina Í kjölfar þessa nýju upplýsinga eftir andlát Kolbeins leitaði hún til lögfræðingsins Magnúsar D. Norðdahl ásamt vinkonu sinni sem missti manninn sinn á svipuðum tíma og var í sömu stöðu. Það gerðu þær í von um það að geta nálgast kynfrumur eiginmanna sinna eftir þessa röngu upplýsingagjöf. Magnús D. Norðdahl aðstoðaði þær og ræðir lagalegu hliðina á máli Írisar og vinkonu hennar í þættinum.Aðsend Íris segir þær hafa sent formlegt bréf með aðstoð lögfræðingsins þar sem óskað var eftir því að beðið væri með að farga kynfrumunum þar til búið væri að skoða málið nánar og leyfa þeim að njóta vafans. Hún segir ekkert svar hafa borist fyrr en níu mánuðum síðar sem hún segir fyritækið geta leyft sér þar sem um einkafyrirtæki sé að ræða. Hún segir þá hafa komið í ljós að búið væri að farga kynfrumum Kolbeins og vonin því úti fyrir Írisi, sem hún segir hafa verið sárt og mikinn skell. Vinkona hennar fékk þó betri fréttir um að ekki væri búið að farga kynfrumum eiginmanns hennar og er enn í dag að reyna að nálgast þær og segir Íris hana bíða svara frá landlækni sem hún er búin að bíða eftir síðan árið 2020.
Fokk ég er með krabbamein Heilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Annars deyr maður út af þessu“ Róbert Jóhannsson, fréttamaður og þjálfari, greindist með krabbamein í ristli og við endaþarm undir lok síðasta árs. Valdimar Högni Róbertsson, sonur hans er aðeins níu ára og byrjaði með hlaðvarpið „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ til þess að hjálpa sér og öðrum að komast í gegnum veikindin. 27. maí 2022 11:31 „Orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur“ Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020. 20. maí 2022 10:31 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Annars deyr maður út af þessu“ Róbert Jóhannsson, fréttamaður og þjálfari, greindist með krabbamein í ristli og við endaþarm undir lok síðasta árs. Valdimar Högni Róbertsson, sonur hans er aðeins níu ára og byrjaði með hlaðvarpið „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ til þess að hjálpa sér og öðrum að komast í gegnum veikindin. 27. maí 2022 11:31
„Orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur“ Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020. 20. maí 2022 10:31
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31