Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2022 06:50 Trump sér ekki eftir neinu. epa/David Maxwell Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira