Einar Bollason mættur til Boston: „Eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júní 2022 10:02 Einar Bollason er í Boston vegna úrslitaeinvígisins í NBA-körfuboltanum, að sjálfsögðu vel merktur sínu liði. Stöð 2 Körfuboltagoðsögnin og einn harðasti stuðningsmaður Boston Celtics á Íslandi, Einar Bollason, er mættur til Boston vegna lokaúrslitanna í NBA. Einar, sem um árabil lýsti NBA-leikjum á Stöð 2, hefur verið stuðningsmaður Celtics í áratugi, eða allt frá því að hann fór með íslenska landsliðinu til Boston um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hann segist sjálfur vera orðinn stressaður fyrir leiknum sem fram fer í kvöld og að honum líði jafnvel eins og hann sé sjálfur að spila. Með tölfræðina á hreinu Boston er 2-1 yfir í einvíginu eftir sigur í þriðja leiknum sem fram fór aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Einar segir bjartsýnina hafa aukist við sigurinn eins og hann rekur í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Einar Bolla í Boston Einar er með tölfræðina á hreinu og bendir á að í 82 prósent tilvika í sögu lokaúrslita NBA hafi lið sem kemst 2-1 yfir staðið uppi sem sigurvegari. „En þá eru eftir 18 prósent,“ segir hann og hlær. Einar ferðaðist til borgarinnar til þess að upplifa stemninguna í borginni ásamt eiginkonu sinni. Í gær, þegar viðtalið var tekið, sagðist hann ekki enn vera öruggur með miða á leikinn: „En það breytir engu, maður hittir bara þá allt liðið og vafrar um og drekkur í sig stuðið,“ segir hann og hlær. Varð Celtics-aðdáandi vegna landsliðsferðar Einar segist hafa orðið aðdáandi Celtics árið 1964 þegar hann fór í ferð með íslenska landsliðinu til Boston. Liðið dvaldi í Bandaríkjunum í þrjár vikur og lék fjölda leikja við háskólalið. „Hápunkturinn í ferðinni var ekki endilega að vinna svo marga leiki heldur var okkur vel tekið í Boston Garden. Við vorum þar í boði Red Auerbach og horfðum á Bill Russell spila á móti [Wilt] Chamberlain. Síðan vorum við kynntir alveg sérstaklega og Auerbach kom og tók í höndina á okkur og [John] Havlicek, ég gleymi því aldrei. Menn þvoðu sér ekki í margar vikur á eftir. Ég held að það hafi ekki nokkur maður í íslenska landsliðinu þá ekki orðið brjálaður Boston-maður,“ rifjar Einar upp. Það verður mikið líf í TD Garden í kvöld rétt eins og þegar þriðji leikur úrslitanna fór fram í vikunni.Getty Þess má geta að Red Auerbach vann níu titla sem þjálfari Celtics og er ein helsta goðsögn í sögu Celtics. Sama má segja um Bill Russell, sem vann ellefu titla með Celtics, þar af einn sem spilandi þjálfari. Russell er af mörgum talinn einn af allra bestu leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar. Wilt Chamberlain sem Einar nefnir einnig til sögunnar á það á ferilskrá sinni að hafa skorað 100 stig í sama leiknum og er tölfræðilega einn sá allra besti sem hefur reimað á sig skóna og haldið út á NBA-parket. John Havlicek var sömuleiðis goðsögn í körfubolta, hann er yfirleitt nefndur sem fyrsti „sjötti maður“ deildarinnar. Hann hafði það hlutverk að koma af varamannabekknum og breyta leikjum. Það gekk vel, enda varð hann átta sinnum meistari í deildinni og var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 1974. Eins og hann sé sjálfur að fara að spila Einar, sem lék marga úrslitaleiki um ævina, er spenntur fyrir fjórða leiknum í einvíginu. „Mér líður eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik. Ég orðinn þurr í munninum og svona,“ segir hann og hlær. Leikurinn er afar mikilvægur í huga Einars: „Ef við myndum fara til San Fransisco 3-1 yfir, það yrði alveg stórkostlegt.“ Fjórði leikur lokaúrslitanna í NBA fer fram eftir miðnætti í nótt. Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 00:25 og verður upphitunin bæði úr myndveri Stöðvar 2 Sports á Suðurlandsbraut og úr TD Garden, heimavelli Boston Celtics. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Einar, sem um árabil lýsti NBA-leikjum á Stöð 2, hefur verið stuðningsmaður Celtics í áratugi, eða allt frá því að hann fór með íslenska landsliðinu til Boston um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hann segist sjálfur vera orðinn stressaður fyrir leiknum sem fram fer í kvöld og að honum líði jafnvel eins og hann sé sjálfur að spila. Með tölfræðina á hreinu Boston er 2-1 yfir í einvíginu eftir sigur í þriðja leiknum sem fram fór aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Einar segir bjartsýnina hafa aukist við sigurinn eins og hann rekur í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Einar Bolla í Boston Einar er með tölfræðina á hreinu og bendir á að í 82 prósent tilvika í sögu lokaúrslita NBA hafi lið sem kemst 2-1 yfir staðið uppi sem sigurvegari. „En þá eru eftir 18 prósent,“ segir hann og hlær. Einar ferðaðist til borgarinnar til þess að upplifa stemninguna í borginni ásamt eiginkonu sinni. Í gær, þegar viðtalið var tekið, sagðist hann ekki enn vera öruggur með miða á leikinn: „En það breytir engu, maður hittir bara þá allt liðið og vafrar um og drekkur í sig stuðið,“ segir hann og hlær. Varð Celtics-aðdáandi vegna landsliðsferðar Einar segist hafa orðið aðdáandi Celtics árið 1964 þegar hann fór í ferð með íslenska landsliðinu til Boston. Liðið dvaldi í Bandaríkjunum í þrjár vikur og lék fjölda leikja við háskólalið. „Hápunkturinn í ferðinni var ekki endilega að vinna svo marga leiki heldur var okkur vel tekið í Boston Garden. Við vorum þar í boði Red Auerbach og horfðum á Bill Russell spila á móti [Wilt] Chamberlain. Síðan vorum við kynntir alveg sérstaklega og Auerbach kom og tók í höndina á okkur og [John] Havlicek, ég gleymi því aldrei. Menn þvoðu sér ekki í margar vikur á eftir. Ég held að það hafi ekki nokkur maður í íslenska landsliðinu þá ekki orðið brjálaður Boston-maður,“ rifjar Einar upp. Það verður mikið líf í TD Garden í kvöld rétt eins og þegar þriðji leikur úrslitanna fór fram í vikunni.Getty Þess má geta að Red Auerbach vann níu titla sem þjálfari Celtics og er ein helsta goðsögn í sögu Celtics. Sama má segja um Bill Russell, sem vann ellefu titla með Celtics, þar af einn sem spilandi þjálfari. Russell er af mörgum talinn einn af allra bestu leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar. Wilt Chamberlain sem Einar nefnir einnig til sögunnar á það á ferilskrá sinni að hafa skorað 100 stig í sama leiknum og er tölfræðilega einn sá allra besti sem hefur reimað á sig skóna og haldið út á NBA-parket. John Havlicek var sömuleiðis goðsögn í körfubolta, hann er yfirleitt nefndur sem fyrsti „sjötti maður“ deildarinnar. Hann hafði það hlutverk að koma af varamannabekknum og breyta leikjum. Það gekk vel, enda varð hann átta sinnum meistari í deildinni og var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 1974. Eins og hann sé sjálfur að fara að spila Einar, sem lék marga úrslitaleiki um ævina, er spenntur fyrir fjórða leiknum í einvíginu. „Mér líður eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik. Ég orðinn þurr í munninum og svona,“ segir hann og hlær. Leikurinn er afar mikilvægur í huga Einars: „Ef við myndum fara til San Fransisco 3-1 yfir, það yrði alveg stórkostlegt.“ Fjórði leikur lokaúrslitanna í NBA fer fram eftir miðnætti í nótt. Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 00:25 og verður upphitunin bæði úr myndveri Stöðvar 2 Sports á Suðurlandsbraut og úr TD Garden, heimavelli Boston Celtics. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31