Örlagaríkir dagar á Alþingi Drífa Snædal skrifar 10. júní 2022 14:30 Nú er lokaspretturinn á Alþingi fyrir sumarfrí og þrefað og samið um hvaða mál ná framgangi og hver ekki. Það er áhugavert að fylgjast með því, þar sem þetta eru síðustu þinglok á þessu kjarasamningstímabili og því síðustu forvöð að gera þær lagabreytingar sem lýst var yfir að ætti að gera í tengslum við kjarasamningana 2019. Förum aðeins yfir þetta: Frumvarp sem kemur í veg fyrir kennitöluflakk hefur ekki enn fengist samþykkt þó enginn hafi í raun lýst andstöðu við það og það er ekki einu sinni til umræðu núna. Hvar tregðan liggur er óskiljanlegt en frumvarpið hefur dagað uppi trekk í trekk. Frumvarp um ný starfskjaralög var lagt fram núna en verður ekki afgreitt. Þó margt sé til bóta í því frumvarpi er ljóst að mörg aðildarfélög innan ASÍ hafa fært rök fyrir því að frumvarpið taki ekki á launaþjófnaði eins og lofað var og því hefur ASÍ ekki þrýst á að frumvarpið nái fram að ganga. Frumvarp um lífeyrismál sem lofað hefur verið síðan 2016 er loksins komið á lokametrana eftir miklar umræður en þar eru loksins lögfest 15,5% iðgjöld í lífeyrissjóði á almenna markaðnum eins og á hinum opinbera. Það er ekkert launungarmál að það hafa verið töluverð átök um frumvarpið innan verkalýðshreyfingarinnar. Einhverjir vilja sérhagsmuni og sértryggingu, á meðan aðrir vilja félagslega nálgun og samtryggingu. Niðurstaðan er tilgreind séreign, þar sem farið er bil beggja og í raun vísað til lífeyrissjóðanna að útfæra hvernig farið verður með tilgreinda séreign. Það er augljóst að búið er að finna málamiðlun og nauðsynlegt er að klára málið. Það gengur einfaldlega ekki að lífeyrisréttindi launafólks á almenna markaðnum eigi sér ekki lagastoð, að bara launafólk á hinum opinbera markaði búi að slíkum réttindum. Frumvarp um húsaleigulög gengur allt of skammt, en er samt liður í þeirri vegferð að koma böndum á leigumarkaðinn. Skilyrði fyrir því er að skrá leigusamninga í gagnagrunn og það er lagt til í frumvarpinu. Að auki er búið að lofa enn frekari lagabótum í haust eftir nýlegt samráð í húsnæðismálum. Það er því afar mikilvægt að þetta frumvarp nái fram að ganga. Frumvarp um vexti og verðtryggingu hefur dagað uppi í þinginu og þótti mörgum það ekki ganga nógu langt í þá átt að afnema svokölluð 40 ára lán. Frumvarpið er ekki til umræðu núna og því ekki í pakkanum sem verið er að semja um. Þó tíundaðir séu hér nokkrir veigamiklir málaflokkar sem hafa orðið hornreka eftir síðustu kjarasamninga þá er líka vert að hafa það í huga að ýmislegt fleira hefur vissulega áunnist á tímabilinu: Breytingar á skattkerfinu, fæðingarorlof, bætt í tilfærslukerfin eins og barnabætur og fleira. Það er hins vegar ljóst að gengið verður til kjarasamninga með töluvert magn af óuppfylltum loforðum enn og aftur. Vonandi verður sá listi styttri en stefnir í núna og vona ég innilega að það náist að klára lífeyrisfrumvarpið og frumvarp um ný húsaleigulög. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Nú er lokaspretturinn á Alþingi fyrir sumarfrí og þrefað og samið um hvaða mál ná framgangi og hver ekki. Það er áhugavert að fylgjast með því, þar sem þetta eru síðustu þinglok á þessu kjarasamningstímabili og því síðustu forvöð að gera þær lagabreytingar sem lýst var yfir að ætti að gera í tengslum við kjarasamningana 2019. Förum aðeins yfir þetta: Frumvarp sem kemur í veg fyrir kennitöluflakk hefur ekki enn fengist samþykkt þó enginn hafi í raun lýst andstöðu við það og það er ekki einu sinni til umræðu núna. Hvar tregðan liggur er óskiljanlegt en frumvarpið hefur dagað uppi trekk í trekk. Frumvarp um ný starfskjaralög var lagt fram núna en verður ekki afgreitt. Þó margt sé til bóta í því frumvarpi er ljóst að mörg aðildarfélög innan ASÍ hafa fært rök fyrir því að frumvarpið taki ekki á launaþjófnaði eins og lofað var og því hefur ASÍ ekki þrýst á að frumvarpið nái fram að ganga. Frumvarp um lífeyrismál sem lofað hefur verið síðan 2016 er loksins komið á lokametrana eftir miklar umræður en þar eru loksins lögfest 15,5% iðgjöld í lífeyrissjóði á almenna markaðnum eins og á hinum opinbera. Það er ekkert launungarmál að það hafa verið töluverð átök um frumvarpið innan verkalýðshreyfingarinnar. Einhverjir vilja sérhagsmuni og sértryggingu, á meðan aðrir vilja félagslega nálgun og samtryggingu. Niðurstaðan er tilgreind séreign, þar sem farið er bil beggja og í raun vísað til lífeyrissjóðanna að útfæra hvernig farið verður með tilgreinda séreign. Það er augljóst að búið er að finna málamiðlun og nauðsynlegt er að klára málið. Það gengur einfaldlega ekki að lífeyrisréttindi launafólks á almenna markaðnum eigi sér ekki lagastoð, að bara launafólk á hinum opinbera markaði búi að slíkum réttindum. Frumvarp um húsaleigulög gengur allt of skammt, en er samt liður í þeirri vegferð að koma böndum á leigumarkaðinn. Skilyrði fyrir því er að skrá leigusamninga í gagnagrunn og það er lagt til í frumvarpinu. Að auki er búið að lofa enn frekari lagabótum í haust eftir nýlegt samráð í húsnæðismálum. Það er því afar mikilvægt að þetta frumvarp nái fram að ganga. Frumvarp um vexti og verðtryggingu hefur dagað uppi í þinginu og þótti mörgum það ekki ganga nógu langt í þá átt að afnema svokölluð 40 ára lán. Frumvarpið er ekki til umræðu núna og því ekki í pakkanum sem verið er að semja um. Þó tíundaðir séu hér nokkrir veigamiklir málaflokkar sem hafa orðið hornreka eftir síðustu kjarasamninga þá er líka vert að hafa það í huga að ýmislegt fleira hefur vissulega áunnist á tímabilinu: Breytingar á skattkerfinu, fæðingarorlof, bætt í tilfærslukerfin eins og barnabætur og fleira. Það er hins vegar ljóst að gengið verður til kjarasamninga með töluvert magn af óuppfylltum loforðum enn og aftur. Vonandi verður sá listi styttri en stefnir í núna og vona ég innilega að það náist að klára lífeyrisfrumvarpið og frumvarp um ný húsaleigulög. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun