Höldum vöku okkar Fríða Thoroddsen skrifar 19. júní 2022 14:00 Á þessum degi fyrir 107 árum, nánar tiltekið þann 19. júní 1915, fengu konur, 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis og fimm árum síðar hlutu konur kosningarétt til jafns við karla. Þessi réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag komu ekki að sjálfu sér. Fyrsta krafan um jafnan kosningarétt milli kynjanna kom fram árið 1895 frá Hinu íslenska kvenfélagi en það tók 25 ár þar til þau voru komin í hús. Rétt eins og jafn kosningaréttur kvenna og karla þykja sjálfsagður ætti það að vera jafn sjálfsagt að það ríki jafnrétti á vinnumarkaði í dag, árið 2022. En er það svo? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan 1920. Í dag ríkir formlegt kynjajafnrétti á Íslandi sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti og á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna hér á landi. Í alþjóðlegum samanburði stöndum við framarlega. Ísland hefur á síðustu árum setið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði. Við erum leiðandi í jafnréttismálum og í raun fyrirmynd annarra þjóða. En þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum launum og tækifærum kvenna og karla á atvinnumarkaði er kynbundinn launamunur enn til staðar, verðmat hinna svokölluðu ,,kvennastarfa“ er lægra en hefðbundinna ,,karlastarfa“, konur sinna frekar hlutastörfum en karlar og konur eru með mun lægri eftirlaun. Því til viðbótar, og þrátt fyrir lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lög um jafnan rétt karla og kvenna, eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja hér á landi er tæplega 27% skv. mælaborði Jafnvægisvogar FKA og hlutfall kvenkyns forstjóra/framkvæmdastjóra 23%. Einungis ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. Samkvæmt nýlegri úttekt Kjarnans á kynjahlutföllum í stjórnum þeirra sjóða og fyrirtækja sem stjórna fjárhagslegum verðmætum eru konur ekki áberandi. Af 104 æðstu stjórnendum viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, verðbréfasjóða, sérhæfðra sjóða, orkufyrirtækja, rafeyrisfyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða eru aðeins tæplega 13% konur. Þessar upplýsingar, að um 87% æðstu stjórnenda í viðskipalífinu séu karlar, eru sláandi enda ljóst að enginn skortur er á hæfum konum á vinnumarkaðnum. Þess ber að geta að menntunarstig kvenna á Íslandi og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-ríkjanna. Hvað veldur og hvað er til ráða? Hvar eigum við að byrja? Það virðist ekki vera nóg að ná réttindum – lagalegum réttindum - heldur þarf að standa vörð um þau á hverjum tíma og nú sjáum við að bakslag hefur orðið í jafnréttisbarráttunni á alþjóðlegum vettvangi. Nýlegt dæmi um það er hvernig vegið er að sjálfsákvörðunarrétti kvenna í Bandaríkjunum, þessu öfluga vestræna ríki. Þar ríkir ótti meðal margra um ákvörðun meirihluta Hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, en uppkasti af hugsanlegum dómi réttarins var lekið til fjölmiðla nýlega. Þar kom fram að dómurinn hyggst fella Roe gegn Wade úr gildi, dóminn sem tryggði konum stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna árið 1973. Þar með verða konur sviptar rétti sínum til líkamlegs sjálfræðis og þeirra stjórnarskrárvörðu réttinda sem þær hafa reitt sig á í hálfa öld. Slíkt myndi hafa gríðarleg áhrif á líf og heilsu fjölda ungra kvenna, ekki síst þeirra sem hvorki hafa tök á því að taka sér frí frá vinnu til að ferðast um langan veg né fjármuni til að greiða fyrir þungunarrof. Við verðum því að halda vöku okkar því margt bendir til þess að við séum að fara inn í viðsjárverða tíma. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Við vitum að fjölbreytni í hópi starfsfólks hefur jákvæð áhrif á starfsemi og afkomu fyrirtækja, eykur starfsánægju og skilar ávinningi langt út fyrir veggi fyrirtækjanna sjálfra. Um leið og ég óska öllum konum á Íslandi til hamingju með daginn vil ég ítreka að við verðum öll að horfa fram á veginn, sjá hvar næstu áskoranir bíða okkar og mæta þeim óhikað. Höfundur er formaður jafnréttis – og mannréttindanefndar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir 107 árum, nánar tiltekið þann 19. júní 1915, fengu konur, 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis og fimm árum síðar hlutu konur kosningarétt til jafns við karla. Þessi réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag komu ekki að sjálfu sér. Fyrsta krafan um jafnan kosningarétt milli kynjanna kom fram árið 1895 frá Hinu íslenska kvenfélagi en það tók 25 ár þar til þau voru komin í hús. Rétt eins og jafn kosningaréttur kvenna og karla þykja sjálfsagður ætti það að vera jafn sjálfsagt að það ríki jafnrétti á vinnumarkaði í dag, árið 2022. En er það svo? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan 1920. Í dag ríkir formlegt kynjajafnrétti á Íslandi sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti og á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna hér á landi. Í alþjóðlegum samanburði stöndum við framarlega. Ísland hefur á síðustu árum setið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði. Við erum leiðandi í jafnréttismálum og í raun fyrirmynd annarra þjóða. En þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum launum og tækifærum kvenna og karla á atvinnumarkaði er kynbundinn launamunur enn til staðar, verðmat hinna svokölluðu ,,kvennastarfa“ er lægra en hefðbundinna ,,karlastarfa“, konur sinna frekar hlutastörfum en karlar og konur eru með mun lægri eftirlaun. Því til viðbótar, og þrátt fyrir lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lög um jafnan rétt karla og kvenna, eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja hér á landi er tæplega 27% skv. mælaborði Jafnvægisvogar FKA og hlutfall kvenkyns forstjóra/framkvæmdastjóra 23%. Einungis ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. Samkvæmt nýlegri úttekt Kjarnans á kynjahlutföllum í stjórnum þeirra sjóða og fyrirtækja sem stjórna fjárhagslegum verðmætum eru konur ekki áberandi. Af 104 æðstu stjórnendum viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, verðbréfasjóða, sérhæfðra sjóða, orkufyrirtækja, rafeyrisfyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða eru aðeins tæplega 13% konur. Þessar upplýsingar, að um 87% æðstu stjórnenda í viðskipalífinu séu karlar, eru sláandi enda ljóst að enginn skortur er á hæfum konum á vinnumarkaðnum. Þess ber að geta að menntunarstig kvenna á Íslandi og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-ríkjanna. Hvað veldur og hvað er til ráða? Hvar eigum við að byrja? Það virðist ekki vera nóg að ná réttindum – lagalegum réttindum - heldur þarf að standa vörð um þau á hverjum tíma og nú sjáum við að bakslag hefur orðið í jafnréttisbarráttunni á alþjóðlegum vettvangi. Nýlegt dæmi um það er hvernig vegið er að sjálfsákvörðunarrétti kvenna í Bandaríkjunum, þessu öfluga vestræna ríki. Þar ríkir ótti meðal margra um ákvörðun meirihluta Hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, en uppkasti af hugsanlegum dómi réttarins var lekið til fjölmiðla nýlega. Þar kom fram að dómurinn hyggst fella Roe gegn Wade úr gildi, dóminn sem tryggði konum stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna árið 1973. Þar með verða konur sviptar rétti sínum til líkamlegs sjálfræðis og þeirra stjórnarskrárvörðu réttinda sem þær hafa reitt sig á í hálfa öld. Slíkt myndi hafa gríðarleg áhrif á líf og heilsu fjölda ungra kvenna, ekki síst þeirra sem hvorki hafa tök á því að taka sér frí frá vinnu til að ferðast um langan veg né fjármuni til að greiða fyrir þungunarrof. Við verðum því að halda vöku okkar því margt bendir til þess að við séum að fara inn í viðsjárverða tíma. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Við vitum að fjölbreytni í hópi starfsfólks hefur jákvæð áhrif á starfsemi og afkomu fyrirtækja, eykur starfsánægju og skilar ávinningi langt út fyrir veggi fyrirtækjanna sjálfra. Um leið og ég óska öllum konum á Íslandi til hamingju með daginn vil ég ítreka að við verðum öll að horfa fram á veginn, sjá hvar næstu áskoranir bíða okkar og mæta þeim óhikað. Höfundur er formaður jafnréttis – og mannréttindanefndar VR.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun