„Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri á HM í sundi í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. „Þetta er bara frábært. Ég gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér miðað við þau markmið og væntingar sem ég kom með inn í mótið,“ sagði Anton Sveinn þegar Vísir náði af honum tali í kvöld. „Sjötti í heiminum er náttúrulega bara geggjað þannig að þetta er bara tækifæri til að vera stoltur af sjálfum sér þegar maður skarar framúr og er að gera eitthvað stór. Það er bara það sem ég lagði upp með í sundinu.“ „Ég held að ég sé skráður 19. inn í mótið og markmiðin voru vonandi að geta komist í úrslit. En svona árangurslega séð þá voru þau að ná undir 2:10.00 í 200 metra bringusundi og ég náði að gera það þrisvar sinnum. Ég gerði meira að segja gott betur og komst undir 2:09.00. Þetta eru tímamarkmið sem ég er búinn að setja mér yfir tímabilið í heild og það var geggjað að ná því núna en hefði ekkert verið hundrað í hættunni þó það hefði ekki tekist. Ég hefði fengið annað tækifæri á EM sem er eftir fimm vikur. Þannig að það er bara spennandi að hafa náð því þrisvar sinnum núna.“ „Snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum“ Anton var eðlilega lúinn þegar hann kláraði sundið.Maddie Meyer/Getty Images Anton byrjaði af miklum krafti í dag og var þriðji þegar sundið var hálfnað. Hann var svo fremstur þegar búið var að synda 150 metra af 200, en svo dró aðeins úr og hann endaði sjötti. Hann segist reyna að hugsa ekki of mikið um keppendurna í kringum sig, en það geti verið erfitt að stöðvar hugann frá því að reika. „Hugurinn leitar alveg í það að vilja vera að horfa eitthvað í kringum sig en það skilar alltaf mestu að einblína bara á sjálfan sig. Ég reyndi bara að synda mitt sund og mig langaði að byrja aðeins grimmar en ég byrjaði í gær og gef mér tækifæri á að vera á góðum stað,“ sagði Anton. „Engar afsakanir, en ég veit að ég get betur seinustu fimmtíu. Ég fékk þetta blessaða covid fyrir einhverjum tveimur vikum sem kannski truflaði æfingar smá, en ég er ótrúlega stoltur að hafa náð að vinna mig upp úr því og ná að verða sjötti í heiminum.“ „Nú þarf bara að halda áfram að æfa og fínpússa hluti. Þetta snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum og geta þá haldið vel í alla og neglt á þetta í lokin til að eiga séns á verðlaunum.“ „En planið mitt í dag var bara að keyra á þetta og reyna að útfæra mitt sund og vonandi bæta mig. En eins og ég segi þá er ég bara mjög sáttur. Þetta er annar hraðasti tíminn sem ég hef farið á frá upphafi þannig ég er bara ógeðslega glaður með það.“ EM framundan og stefnir á að taka næsta skref Anton leit svo aðeins inn í framtíðina áður en samtalinu lauk og fór yfir það sem er framundan hjá honum. Hann tekur þátt á EM eftir fimm vikur og svo stefnir hann á miklar bætingar fyrir Ólympíuleikana í París 2024. „Vonandi koma miklar bætingar yfir langan tíma. Ég þurfti algjörlega að ýta á endurræsingartakkann í desember eftir að hafa grafið mig smá niður í holu. Það er frábært að hafa tekið skrefið upp úr henni og náð góðum bætingum núna.“ „Næst er svo bara EM eftir fimm vikur þannig að núna taka bara æfingar og hvíld við. Það er aðalmótið og tímabilið hefur verið sett upp fyrir það. Langtímasýn á næstu tvö ár er að markmiðið mitt á næsta ári er að taka næsta skref áfram. Ná undir 2:08.00 og þá er maður kominn á frábæran stað fyrir Ólympíuleikana og að ná góðum árangri þar,“ sagði kátur Anton Sveinn að lokum. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
„Þetta er bara frábært. Ég gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér miðað við þau markmið og væntingar sem ég kom með inn í mótið,“ sagði Anton Sveinn þegar Vísir náði af honum tali í kvöld. „Sjötti í heiminum er náttúrulega bara geggjað þannig að þetta er bara tækifæri til að vera stoltur af sjálfum sér þegar maður skarar framúr og er að gera eitthvað stór. Það er bara það sem ég lagði upp með í sundinu.“ „Ég held að ég sé skráður 19. inn í mótið og markmiðin voru vonandi að geta komist í úrslit. En svona árangurslega séð þá voru þau að ná undir 2:10.00 í 200 metra bringusundi og ég náði að gera það þrisvar sinnum. Ég gerði meira að segja gott betur og komst undir 2:09.00. Þetta eru tímamarkmið sem ég er búinn að setja mér yfir tímabilið í heild og það var geggjað að ná því núna en hefði ekkert verið hundrað í hættunni þó það hefði ekki tekist. Ég hefði fengið annað tækifæri á EM sem er eftir fimm vikur. Þannig að það er bara spennandi að hafa náð því þrisvar sinnum núna.“ „Snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum“ Anton var eðlilega lúinn þegar hann kláraði sundið.Maddie Meyer/Getty Images Anton byrjaði af miklum krafti í dag og var þriðji þegar sundið var hálfnað. Hann var svo fremstur þegar búið var að synda 150 metra af 200, en svo dró aðeins úr og hann endaði sjötti. Hann segist reyna að hugsa ekki of mikið um keppendurna í kringum sig, en það geti verið erfitt að stöðvar hugann frá því að reika. „Hugurinn leitar alveg í það að vilja vera að horfa eitthvað í kringum sig en það skilar alltaf mestu að einblína bara á sjálfan sig. Ég reyndi bara að synda mitt sund og mig langaði að byrja aðeins grimmar en ég byrjaði í gær og gef mér tækifæri á að vera á góðum stað,“ sagði Anton. „Engar afsakanir, en ég veit að ég get betur seinustu fimmtíu. Ég fékk þetta blessaða covid fyrir einhverjum tveimur vikum sem kannski truflaði æfingar smá, en ég er ótrúlega stoltur að hafa náð að vinna mig upp úr því og ná að verða sjötti í heiminum.“ „Nú þarf bara að halda áfram að æfa og fínpússa hluti. Þetta snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum og geta þá haldið vel í alla og neglt á þetta í lokin til að eiga séns á verðlaunum.“ „En planið mitt í dag var bara að keyra á þetta og reyna að útfæra mitt sund og vonandi bæta mig. En eins og ég segi þá er ég bara mjög sáttur. Þetta er annar hraðasti tíminn sem ég hef farið á frá upphafi þannig ég er bara ógeðslega glaður með það.“ EM framundan og stefnir á að taka næsta skref Anton leit svo aðeins inn í framtíðina áður en samtalinu lauk og fór yfir það sem er framundan hjá honum. Hann tekur þátt á EM eftir fimm vikur og svo stefnir hann á miklar bætingar fyrir Ólympíuleikana í París 2024. „Vonandi koma miklar bætingar yfir langan tíma. Ég þurfti algjörlega að ýta á endurræsingartakkann í desember eftir að hafa grafið mig smá niður í holu. Það er frábært að hafa tekið skrefið upp úr henni og náð góðum bætingum núna.“ „Næst er svo bara EM eftir fimm vikur þannig að núna taka bara æfingar og hvíld við. Það er aðalmótið og tímabilið hefur verið sett upp fyrir það. Langtímasýn á næstu tvö ár er að markmiðið mitt á næsta ári er að taka næsta skref áfram. Ná undir 2:08.00 og þá er maður kominn á frábæran stað fyrir Ólympíuleikana og að ná góðum árangri þar,“ sagði kátur Anton Sveinn að lokum.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36