Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 23:22 Nýi vegurinn úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði liggur um Pennusneiðing. Gamli vegurinn hlykkjast í hlíðinni fyrir neðan. Gamla brúin yfir Þverdalsá sést fyrir miðri mynd. Fjær sést út á Breiðafjörð. Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46