Sainz náði í fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 á Silverstone eftir frábæran kappakstur Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 16:45 Carlos Sainz að sigla heim sigrinum á Silverstone í dag. GETTY IMAGES Carlos Sainz vann Breska kappaksturinn sem fram fór á Silverstone brautinni í Englandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Sainz í Formúlu 1 en hann náði í sinn fyrsta ráspól í gær. Kappaksturinn var fullur af dramatík og var sigurinn í mikilli hættu á tímabili. Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes. Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes.
Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira