Annar hver fangi með ADHD Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 11:58 Leiða má að því líkur að um helmingur fanga á Litla-Hrauni á Eyrarbakka glími við ADHD. Vísir/Vilhelm Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér. Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér.
Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira