Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2022 19:29 Ari Skúlason hagfræðingur. Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. Verðbólga hér á landi mældist átta komma átta prósent í júnímánuði, og spár gera ráð fyrir að hún hækki eitthvað frekar. Í umræðu um verðbólguna hefur verið bent á að atburðir og aðstæður erlendis valdi henni, auk ástandsins á húsnæðismarkaði. Með einföldun aðfangakeðja og ódyrari flutningum ætti hún því að fara hjaðnandi. Eða hvað? Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir málið ekki svo einfalt. „Hins vegar er staðan líka sú að það er mikill þrýstingur, það er mikill þrýstingur til dæmis vegna launahækkana víða í Evrópu og víðar, sem kemur mögulega til með að auka verðbólgu.“ Þá hafi verðbólguvæntingar aukist víða um heim. Það muni taka tíma að snúa ofan af því. „Á meðan staðan er sú, þá sér maður ekki alveg að það dragi verulega úr verðbólgu alveg á næstunni. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Þeir þættir sem horfa til lækkandi vöruverðs muni þó skila sér að einhverju leyti. „En hinir þættirnir spila á móti og það er alltaf spurning hvor armurinn verður sterkari, það sem togar verðbólguna niður og það sem togar hana upp. Það eru bara tvær skoðanir uppi í því sambandi og sitt sýnist hverjum.“ Lækkandi verð ekki endilega merki um hjöðnun Fréttir hafa borist af því að verð á ákveðnum vörum hafi lækkað, og einhverjir gætu talið það til marks um að verðbólgan færi að hopa. Ari segir það einföldun. „Við vitum að verð á timbri hefur verið rosalega hátt, það virðist vera eitthvað að lækka. Svona getur maður sagt með hinar ýmsu vörur, sumar lækka og aðrar hækka.“ Sjálfur telur Ari að töluverðrar verðbólgu muni gæta á næstu misserum, sér í lagi ef húsnæðisverð heldur áfram að hækka. „Til lengri tíma fer verðbólgan niður, það er bara spurning hversu hratt, og hvað það tekur langan tíma.“ Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Verðbólga hér á landi mældist átta komma átta prósent í júnímánuði, og spár gera ráð fyrir að hún hækki eitthvað frekar. Í umræðu um verðbólguna hefur verið bent á að atburðir og aðstæður erlendis valdi henni, auk ástandsins á húsnæðismarkaði. Með einföldun aðfangakeðja og ódyrari flutningum ætti hún því að fara hjaðnandi. Eða hvað? Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir málið ekki svo einfalt. „Hins vegar er staðan líka sú að það er mikill þrýstingur, það er mikill þrýstingur til dæmis vegna launahækkana víða í Evrópu og víðar, sem kemur mögulega til með að auka verðbólgu.“ Þá hafi verðbólguvæntingar aukist víða um heim. Það muni taka tíma að snúa ofan af því. „Á meðan staðan er sú, þá sér maður ekki alveg að það dragi verulega úr verðbólgu alveg á næstunni. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Þeir þættir sem horfa til lækkandi vöruverðs muni þó skila sér að einhverju leyti. „En hinir þættirnir spila á móti og það er alltaf spurning hvor armurinn verður sterkari, það sem togar verðbólguna niður og það sem togar hana upp. Það eru bara tvær skoðanir uppi í því sambandi og sitt sýnist hverjum.“ Lækkandi verð ekki endilega merki um hjöðnun Fréttir hafa borist af því að verð á ákveðnum vörum hafi lækkað, og einhverjir gætu talið það til marks um að verðbólgan færi að hopa. Ari segir það einföldun. „Við vitum að verð á timbri hefur verið rosalega hátt, það virðist vera eitthvað að lækka. Svona getur maður sagt með hinar ýmsu vörur, sumar lækka og aðrar hækka.“ Sjálfur telur Ari að töluverðrar verðbólgu muni gæta á næstu misserum, sér í lagi ef húsnæðisverð heldur áfram að hækka. „Til lengri tíma fer verðbólgan niður, það er bara spurning hversu hratt, og hvað það tekur langan tíma.“
Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira