Ísland fékk kjörið tækifæri í fyrri hálfleik til að komast yfir þegar vítaspyrna var dæmd. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Brann í Noregi, fór á punktinn en því miður varði markvörður belgíska liðsins spyrnu Berglindar.
Ísland fær vítaspyrnu eftir að boltin fer í hönd belgísk leikmanns inni í teig. Nicky Evrard, markvörður Belga, ver hins vegar frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Upp og áfram pic.twitter.com/CEkAymx0IW
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari bætti Berglind Björg upp fyrir vítaspyrnuklúðrið með því að skora eftir frábæra fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Skallaði hún boltann í netið og staðan orðin 1-0 Íslandi í vil.
BERGLIND BJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR KEMUR ÍSLANDI YFIR! 1-0 pic.twitter.com/lX1F2U0seI
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Því miður fékk Belgía vítaspyrnu eftir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var dæmd brotleg innan vítateigs. Öruggt víti og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins að þessu sinni.
Belgar fá vítaspyrnu og Justine Vanhaevermaet jafnar metin fyrir Belgíu. pic.twitter.com/bPiQpMk1uw
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Ísland mætir Ítalíu á fimmtudaginn kemur og þarf helst sigur þar til að gera sér vonir um að komast upp úr D-riðli.