Leikurinn fór fram á akademíuvelli Manchester City í Manchester-borg. Veðrið var frábært og stúkan var blá en Íslendingar voru töluvert fjölmennari í stúkunni.


































Ísland og Belgía mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók.
Leikurinn fór fram á akademíuvelli Manchester City í Manchester-borg. Veðrið var frábært og stúkan var blá en Íslendingar voru töluvert fjölmennari í stúkunni.
Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór.
Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á EM 2022. Samfélagsmiðillinn Twitter var líflegur eins og svo oft áður bæði fyrir og eftir upphafsflautið.