Beittu vafasömum og ólögmætum aðferðum í tilraun til heimsyfirráða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Travis Kalanick hætti hjá Uber árið 2017. Gögnin sem Guardian hefur undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins voru meðvitaðir um að starfsemi þess var ólögleg í mörgum ríkjum og að þeir virtu þá staðreynd að vettugi. epa/Will Oliver Um 40 fjölmiðlar um allan heim munu á næstu dögum og vikum birta fréttir upp úr umfangsmiklum gagnaleka til Guardian, sem meðal annars leiðir í ljós hvernig forsvarsmenn Uber beittu siðferðilega vafasömum aðferðum við að koma starfsemi fyrirtækisins á fót í borgum heims. Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Leigubílar Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Leigubílar Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira