Beittu vafasömum og ólögmætum aðferðum í tilraun til heimsyfirráða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Travis Kalanick hætti hjá Uber árið 2017. Gögnin sem Guardian hefur undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins voru meðvitaðir um að starfsemi þess var ólögleg í mörgum ríkjum og að þeir virtu þá staðreynd að vettugi. epa/Will Oliver Um 40 fjölmiðlar um allan heim munu á næstu dögum og vikum birta fréttir upp úr umfangsmiklum gagnaleka til Guardian, sem meðal annars leiðir í ljós hvernig forsvarsmenn Uber beittu siðferðilega vafasömum aðferðum við að koma starfsemi fyrirtækisins á fót í borgum heims. Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Leigubílar Frakkland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Leigubílar Frakkland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira