BNA klofin þjóð og ótryggur bandamaður Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. júlí 2022 08:00 Árásarstríð Pútíns á Úkraínumenn hefur vakið upp spurninguna um varnir og öryggi annarra Evrópu-landa, líka þá auðvitað okkar Íslendinga. Dýramætasta eigin Á Íslandi telja ýmsir, að Bandaríki Norður Ameríku (BNA) tryggi okkur, íbúum hins vestræna heims, og okkur Íslendingum með, öryggi og frelsi, menningu okkar, lífshætti og velferð til frambúðar. Þetta, það dýrmætasta, sem við eigum, standi fyrir tilstyrk BNA traustum fótum, á bjargi. Hættuleg grunnhyggja Fáfræði og skilningsleysi þessa fólks er fyrir mér á háu og hættulegu stigi. Fáfræði og skilningsleysi eru erfið viðureignar. Þar fer eins um staðreyndir og röksemdir, eins og vatnið, sem skvett er á gæs. Á Alþingi og víðar í þjóðfélaginu, í háum og valdamiklum stöðum, situr fólk, sem er sannfært um, að BNA veiti okkur framtíðaröryggi á öllum sviðum. En það stenzt ekki. BNA er klofin þjóð Þar takast á tvær andstæðar fylkingar, annars vegar mikillar íhaldssemi og heimóttarskapar, þar sem þröngsýni, þekkingarleysi og sjálfsdýrkun ráða för, og, hins vegar, frjálslyndrar, mannúðlegrar og ábyrgrar alþjóðahyggju, þar sem þekking, víðsýni og tillitssemi við aðra sitja í fyrirrúmi. Þessi klofningur kemur t.a.m. fram í afstöðu til réttar einstaklinga, frá 18 ára aldri, til vopnaburðar, til réttar kvenna til fóstureyðingar, til afstöðu þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og réttar þeirra til réttlætis og velferðar svo og til afstöðunnar til alþjóðasamvinnu. Donald Trump „America First“ voru slagorð Trumps, sem fyrri fylkingin studdi og var tilbúin til að rústa sínu eigin þjóðþingi, Capitol, fyrir, og heimta í leiðinni, að varaforsetinn yrði hengdur. Höfðu gálgann með. Segja þessi slagorð sína sögu um afstöðu Trumps og fylgismanna hans til annarra þjóða. Bezti vitnisburðurinn um ástandið í BNA er þó kannske sá, að fávís, þröngsýnn og sjálfumglaður ribbaldi, eins og Donald Trump, skyldi vera kosinn forseti landsins. Trump taldi, að hagsmunir BNA ættu að ganga fyrir öllu, að loftslagsváin og umhverfispilling væri tilbúningur, fake news, enda sagði hann BNA frá Parísarsamkomulagi 200 þjóða heims og leyfði stórfelld ný loftlags- og náttúruspjöll í sínu eigin land, jafnframt því sem hann velti upp þeirri hugmynd, að gott kynni að vera, að drekka klórblöndu við COVID. Til að komast yfir konu, taldi Trump snjallt að grípa í klof hennar: “Grab them by the pussy“. Góðvinir Trumps Trump taldi Pútin og Kim Jong-un góða menn og merka, enda naut hann ótæpilegs stuðnings þess fyrrnefnda í kosningabaráttunni 2016, þar sem ekkert var til sparað af áróðri og ósannindum á netinu, til að tryggja Trump brautargengi. Varð þar til gagnkvæm vinsemd, nánast bræðralag. Hefði Trump vart staðið gegn árásarstríði Pútíns í Úkraínu, hefði hann verið endurkosinn 2020. Vel fór líka á með Trump og Bolsonaro í Braselíu, sem leyfði stóraukinn ágang á „lungu jarðar“, regnskógana í Amazon. NATO sett í uppnám Í júlí 2018 mætti Trump á NATO-fund í Brussel, þar sem hann hótaði öðrum aðildarþjóðum, að, ef þær settu ekki þá fjármuni í varnarmál, sem stefnt var á, myndi hann „do his own thing“. Aðspurður, hvað þetta þýddi, hvort BNA myndu ekki verja önnur NATO-lönd gegn mögulegri árás Rússa, ef ekki væri greitt, svaraði Trump: „That´s exactly what it means“. Trump gaf líka til kynna, að það orkaði mikils tvímælis, hvort verja ætti smáþjóð, eins og „tiny Montenegro“, sem þá var nýr NATO-meðlimur. Öryggisráðgjafi Trump, John Bolton, sem var með honum á ráð-stefnunni, segir í bók sinni „The Room Where it Happened“, að hann hafi verið með lífið í lúkunum, „I had my heart in my throat“, að Trump myndi segja BNA úr NATO á þessum fundi. Í viðtali við The Washington Post bætti hann við, að hann væri sannfærður um, að Trump hefði sagt BNA úr NATO, hefði hann verið endurkosinn 2020. Hvað með „tiny Iceland“? Sem stendur ræður fylkingin, sem við getum treyst, í BNA. En hversu lengi verður það? Aftur verður kosið 2024. Hverjum veita Bandaríkamenn þá völdin? Donald Trump, eða einhverjum hans líka? Ef Rússum eða Kínverjum skildi þóknast að hertaka eyjuna litlu, „tiny Iceland“, norður í Dumbshafi, til að tryggja tökin á Norðurslóðum, hvað skyldi þá Trump, eða annar slíkur, gera, ef BNA væri þá enn í NATO? Evrópa verður að standa á eigin fótum Við getum ekki treyst á BNA með varnir, frelsi og öryggi Evrópu. Heldur ekki á Tyrki, sem búa yfir öðrum fjölmennasta her NATO-ríkjanna. ESB-löndin 27 mynda kjarna Evrópuþjóða. ESB býr yfir gífurlegum efnahagsstyrk, sem nú verður að færa yfir í varnar- og hernaðarstyrk, í framtíðinni verður hvorttveggja að koma til, og verður Ísland að gerast fullur þátttakandi í þessu samstarfi evrópskra systra- og bræðraþjóða okkar. Gætum loks látið til okkar taka Við fengjum þá líka loks setu við borðið, fengjum okkar eiginn kommissar, gætum látið til okkar taka og rödd okkar heyrast í samfélagi evrópskra þjóða, þar sem litlu þjóðirnar hafa líka sterka rödd og afgerandi völd; neitunarvald í öllum stærri málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Donald Trump Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Árásarstríð Pútíns á Úkraínumenn hefur vakið upp spurninguna um varnir og öryggi annarra Evrópu-landa, líka þá auðvitað okkar Íslendinga. Dýramætasta eigin Á Íslandi telja ýmsir, að Bandaríki Norður Ameríku (BNA) tryggi okkur, íbúum hins vestræna heims, og okkur Íslendingum með, öryggi og frelsi, menningu okkar, lífshætti og velferð til frambúðar. Þetta, það dýrmætasta, sem við eigum, standi fyrir tilstyrk BNA traustum fótum, á bjargi. Hættuleg grunnhyggja Fáfræði og skilningsleysi þessa fólks er fyrir mér á háu og hættulegu stigi. Fáfræði og skilningsleysi eru erfið viðureignar. Þar fer eins um staðreyndir og röksemdir, eins og vatnið, sem skvett er á gæs. Á Alþingi og víðar í þjóðfélaginu, í háum og valdamiklum stöðum, situr fólk, sem er sannfært um, að BNA veiti okkur framtíðaröryggi á öllum sviðum. En það stenzt ekki. BNA er klofin þjóð Þar takast á tvær andstæðar fylkingar, annars vegar mikillar íhaldssemi og heimóttarskapar, þar sem þröngsýni, þekkingarleysi og sjálfsdýrkun ráða för, og, hins vegar, frjálslyndrar, mannúðlegrar og ábyrgrar alþjóðahyggju, þar sem þekking, víðsýni og tillitssemi við aðra sitja í fyrirrúmi. Þessi klofningur kemur t.a.m. fram í afstöðu til réttar einstaklinga, frá 18 ára aldri, til vopnaburðar, til réttar kvenna til fóstureyðingar, til afstöðu þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og réttar þeirra til réttlætis og velferðar svo og til afstöðunnar til alþjóðasamvinnu. Donald Trump „America First“ voru slagorð Trumps, sem fyrri fylkingin studdi og var tilbúin til að rústa sínu eigin þjóðþingi, Capitol, fyrir, og heimta í leiðinni, að varaforsetinn yrði hengdur. Höfðu gálgann með. Segja þessi slagorð sína sögu um afstöðu Trumps og fylgismanna hans til annarra þjóða. Bezti vitnisburðurinn um ástandið í BNA er þó kannske sá, að fávís, þröngsýnn og sjálfumglaður ribbaldi, eins og Donald Trump, skyldi vera kosinn forseti landsins. Trump taldi, að hagsmunir BNA ættu að ganga fyrir öllu, að loftslagsváin og umhverfispilling væri tilbúningur, fake news, enda sagði hann BNA frá Parísarsamkomulagi 200 þjóða heims og leyfði stórfelld ný loftlags- og náttúruspjöll í sínu eigin land, jafnframt því sem hann velti upp þeirri hugmynd, að gott kynni að vera, að drekka klórblöndu við COVID. Til að komast yfir konu, taldi Trump snjallt að grípa í klof hennar: “Grab them by the pussy“. Góðvinir Trumps Trump taldi Pútin og Kim Jong-un góða menn og merka, enda naut hann ótæpilegs stuðnings þess fyrrnefnda í kosningabaráttunni 2016, þar sem ekkert var til sparað af áróðri og ósannindum á netinu, til að tryggja Trump brautargengi. Varð þar til gagnkvæm vinsemd, nánast bræðralag. Hefði Trump vart staðið gegn árásarstríði Pútíns í Úkraínu, hefði hann verið endurkosinn 2020. Vel fór líka á með Trump og Bolsonaro í Braselíu, sem leyfði stóraukinn ágang á „lungu jarðar“, regnskógana í Amazon. NATO sett í uppnám Í júlí 2018 mætti Trump á NATO-fund í Brussel, þar sem hann hótaði öðrum aðildarþjóðum, að, ef þær settu ekki þá fjármuni í varnarmál, sem stefnt var á, myndi hann „do his own thing“. Aðspurður, hvað þetta þýddi, hvort BNA myndu ekki verja önnur NATO-lönd gegn mögulegri árás Rússa, ef ekki væri greitt, svaraði Trump: „That´s exactly what it means“. Trump gaf líka til kynna, að það orkaði mikils tvímælis, hvort verja ætti smáþjóð, eins og „tiny Montenegro“, sem þá var nýr NATO-meðlimur. Öryggisráðgjafi Trump, John Bolton, sem var með honum á ráð-stefnunni, segir í bók sinni „The Room Where it Happened“, að hann hafi verið með lífið í lúkunum, „I had my heart in my throat“, að Trump myndi segja BNA úr NATO á þessum fundi. Í viðtali við The Washington Post bætti hann við, að hann væri sannfærður um, að Trump hefði sagt BNA úr NATO, hefði hann verið endurkosinn 2020. Hvað með „tiny Iceland“? Sem stendur ræður fylkingin, sem við getum treyst, í BNA. En hversu lengi verður það? Aftur verður kosið 2024. Hverjum veita Bandaríkamenn þá völdin? Donald Trump, eða einhverjum hans líka? Ef Rússum eða Kínverjum skildi þóknast að hertaka eyjuna litlu, „tiny Iceland“, norður í Dumbshafi, til að tryggja tökin á Norðurslóðum, hvað skyldi þá Trump, eða annar slíkur, gera, ef BNA væri þá enn í NATO? Evrópa verður að standa á eigin fótum Við getum ekki treyst á BNA með varnir, frelsi og öryggi Evrópu. Heldur ekki á Tyrki, sem búa yfir öðrum fjölmennasta her NATO-ríkjanna. ESB-löndin 27 mynda kjarna Evrópuþjóða. ESB býr yfir gífurlegum efnahagsstyrk, sem nú verður að færa yfir í varnar- og hernaðarstyrk, í framtíðinni verður hvorttveggja að koma til, og verður Ísland að gerast fullur þátttakandi í þessu samstarfi evrópskra systra- og bræðraþjóða okkar. Gætum loks látið til okkar taka Við fengjum þá líka loks setu við borðið, fengjum okkar eiginn kommissar, gætum látið til okkar taka og rödd okkar heyrast í samfélagi evrópskra þjóða, þar sem litlu þjóðirnar hafa líka sterka rödd og afgerandi völd; neitunarvald í öllum stærri málum.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar