Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2022 22:30 Fyrirhugaður munni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði. Vegagerðin/Mannvit Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er stefnan mörkuð um hve miklum fjármunum verði varið til jarðgangagerðar og hvaðan þeir koma. Á fimmtán ára tímabili er gert ráð fyrir 25 milljarða framlögum úr ríkissjóði og að gjaldtaka af umferð skili sömu fjárhæð. Það gera 50 milljarða króna, eða 3,3 milljarða á ári. Fyrirhuguð gangaleið undir Gagnheiði til að leysa af veginn yfir Fjarðarheiði. Við gangamunna sjást valkostir á tengivegum.Vegagerðin/VSÓ Af þessu fimmtíu milljörðum munu Fjarðarheiðargöng þurfa 44-47 milljarða króna, samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar. Einnig er ætlunin að greiða úr jarðgangapottinum viðhald og rekstur allra jarðganga, sem árlega kostar yfir 600 milljónir króna eða átta til tíu milljarða króna á þessum fimmtán árum. Potturinn dugar því ekki og þyrfti raunar sautján ár til að ná endum saman. Miðað við að gjaldtaka af öðrum jarðgöngum og gröftur Fjarðarheiðarganga hefjist eftir tvö ár er því ekki að sjá að gert sé ráð fyrir að peningar verði til fyrir öðrum jarðgöngum fyrr en eftir árið 2040. Frá snjóruðningi á Fjarðarheiði. Á sex ára tímabili frá 2015 til 2020 gerðist það að jafnaði fjóra daga að vetri að heiðin lokaðist alveg í meira en tólf klukkustundir.Stöð 2/skjáskot Áður en svo afdrifarík ákvörðun er endanlega tekin má ætla að farið verði rækilega yfir allar forsendur en meginrökin fyrir göngum eru erfiðar vetrarsamgöngur yfir Fjarðarheiði. Samkvæmt gögnum Vegagerðinnar, sem fram koma í matsskýrslu, var fjöldi daga með skert færi í meira en 3 tíma á árunum 2015 til 2020 á bilinu 29 til 56 dagar eða að jafnaði um 40 dagar að vetri. Hér er miðað við daga þar sem þæfingur var á heiðinni, hún þungfær eða alveg lokuð. Sé hins vegar skoðaður fjöldi daga sem heiðin var lokuð í meira en tólf tíma sést að dagafjöldinn á þessu sex ára tímabili var allt frá einum degi og upp í níu daga eða að jafnaði tæplega fjórir dagar að vetri. Til samanburðar má geta þess að Hellisheiði milli Reykjavíkur og Hveragerðis var mun oftar lokuð lengur en í tólf tíma síðastliðinn vetur, eða í sjö daga í febrúar og tvo daga í mars. Hellisheiði milli Reykjavíkur og Hveragerðis var oftar lokuð síðastliðinn vetur en Fjarðarheiði að meðaltali á sex ára tímabili.Stöð 2/Skjáskot Í greinargerð jarðgangáætlunar segir að í kjölfar Fjarðarheiðarganga hefjist framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan frá Mjóafirði til Norðfjarðar og þannig verði komið á hringtengingu á svæðinu. Margir telja þó að tvenn göng um Mjóafjörð ættu að koma á undan en slík göng myndu jafnframt tryggja Seyðisfirði láglendistengingu við vegakerfið allt árið um Norðfjarðargöng og Eskifjörð. Tvenn jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli byggða Mið-Austurlands, rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar og tryggja Seyðisfirði láglendistengingu við þjóðvegakerfið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Miðað við hefðbundna landshlutaskiptingu í jarðgangagerð og háværar kröfur um jarðgöng í öðrum landshlutum verður þó að telja ólíklegt að eftir svo dýra framkvæmd sem Fjarðarheiðargöng að pólitísk sátt náist um að haldið verði áfram að bora fyrir austan. Með því að byrja á Fjarðarheiðargöngum má þannig telja líklegt að hringtenging helstu byggða Austurlands gæti þurft að bíða fram á miðja þessa öld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegtollar Vegagerð Samgöngur Múlaþing Fjarðabyggð Byggðamál Alþingi Tengdar fréttir Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. 14. júlí 2022 12:16 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er stefnan mörkuð um hve miklum fjármunum verði varið til jarðgangagerðar og hvaðan þeir koma. Á fimmtán ára tímabili er gert ráð fyrir 25 milljarða framlögum úr ríkissjóði og að gjaldtaka af umferð skili sömu fjárhæð. Það gera 50 milljarða króna, eða 3,3 milljarða á ári. Fyrirhuguð gangaleið undir Gagnheiði til að leysa af veginn yfir Fjarðarheiði. Við gangamunna sjást valkostir á tengivegum.Vegagerðin/VSÓ Af þessu fimmtíu milljörðum munu Fjarðarheiðargöng þurfa 44-47 milljarða króna, samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar. Einnig er ætlunin að greiða úr jarðgangapottinum viðhald og rekstur allra jarðganga, sem árlega kostar yfir 600 milljónir króna eða átta til tíu milljarða króna á þessum fimmtán árum. Potturinn dugar því ekki og þyrfti raunar sautján ár til að ná endum saman. Miðað við að gjaldtaka af öðrum jarðgöngum og gröftur Fjarðarheiðarganga hefjist eftir tvö ár er því ekki að sjá að gert sé ráð fyrir að peningar verði til fyrir öðrum jarðgöngum fyrr en eftir árið 2040. Frá snjóruðningi á Fjarðarheiði. Á sex ára tímabili frá 2015 til 2020 gerðist það að jafnaði fjóra daga að vetri að heiðin lokaðist alveg í meira en tólf klukkustundir.Stöð 2/skjáskot Áður en svo afdrifarík ákvörðun er endanlega tekin má ætla að farið verði rækilega yfir allar forsendur en meginrökin fyrir göngum eru erfiðar vetrarsamgöngur yfir Fjarðarheiði. Samkvæmt gögnum Vegagerðinnar, sem fram koma í matsskýrslu, var fjöldi daga með skert færi í meira en 3 tíma á árunum 2015 til 2020 á bilinu 29 til 56 dagar eða að jafnaði um 40 dagar að vetri. Hér er miðað við daga þar sem þæfingur var á heiðinni, hún þungfær eða alveg lokuð. Sé hins vegar skoðaður fjöldi daga sem heiðin var lokuð í meira en tólf tíma sést að dagafjöldinn á þessu sex ára tímabili var allt frá einum degi og upp í níu daga eða að jafnaði tæplega fjórir dagar að vetri. Til samanburðar má geta þess að Hellisheiði milli Reykjavíkur og Hveragerðis var mun oftar lokuð lengur en í tólf tíma síðastliðinn vetur, eða í sjö daga í febrúar og tvo daga í mars. Hellisheiði milli Reykjavíkur og Hveragerðis var oftar lokuð síðastliðinn vetur en Fjarðarheiði að meðaltali á sex ára tímabili.Stöð 2/Skjáskot Í greinargerð jarðgangáætlunar segir að í kjölfar Fjarðarheiðarganga hefjist framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan frá Mjóafirði til Norðfjarðar og þannig verði komið á hringtengingu á svæðinu. Margir telja þó að tvenn göng um Mjóafjörð ættu að koma á undan en slík göng myndu jafnframt tryggja Seyðisfirði láglendistengingu við vegakerfið allt árið um Norðfjarðargöng og Eskifjörð. Tvenn jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli byggða Mið-Austurlands, rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar og tryggja Seyðisfirði láglendistengingu við þjóðvegakerfið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Miðað við hefðbundna landshlutaskiptingu í jarðgangagerð og háværar kröfur um jarðgöng í öðrum landshlutum verður þó að telja ólíklegt að eftir svo dýra framkvæmd sem Fjarðarheiðargöng að pólitísk sátt náist um að haldið verði áfram að bora fyrir austan. Með því að byrja á Fjarðarheiðargöngum má þannig telja líklegt að hringtenging helstu byggða Austurlands gæti þurft að bíða fram á miðja þessa öld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegtollar Vegagerð Samgöngur Múlaþing Fjarðabyggð Byggðamál Alþingi Tengdar fréttir Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. 14. júlí 2022 12:16 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. 14. júlí 2022 12:16
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19