Ríkið mismunar börnum í Reykjavík á grundvelli búsetu og uppruna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2022 17:00 Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun