Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 10:42 Tvær gjörólíkar spár hafa verið gefnar upp fyrir verslunarmannahelgina. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verður ofan á. Vísir/Sigurjón Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vef bliku.is. Helstu langtímaspárnar segir hann vera frá ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðinni) annars vegar og GFS (Ameríska spáin) hins vegar. Þær spár reikna með gjörólíku veðri. Hvernig stendur á þessum mun? „Hann liggur ekki í augum uppi, en með því að rekja seg aftur á bak í leit að frávikum á milli líkananna má leita skýringa. Í það minnsta kenningu þar um,“ skrifar Einar. Einar birtir einnig myndir sem sýna frávik í spánum. Til vinstri er greinileg bylgja af hlýrra lofti til norðurs. Hana er ekki að sjá á GFS kortinu, hinu ameríska, til hægri. „Þessi hlýja tota sem skerpi á skilunum skapar aðstæður fyrir frekari dýpkun lægðarinnar síðar meir. Þarna er hún aðeins sem lítil bylgja. ECMWF lætur bylgjuna vaxa á leið sinni norður yfir austanvert Íslands seint á föstudag, en í hinni spánni gerist fátt á sjálfum skilunum. Stundum þarf ekki merkilegra og meira til! Á sumrin eru slíkar langar og saklausar lægðabylgjur algengar og sem ekki ná vexti.“ Spáin á fimmtudag. Spáin á laugardag. Greinilegur munur er á lægðarspám þar sem ameríska spáin gerir ekki ráð fyrir að lægð gangi yfir landið. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verði ofan á. Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vef bliku.is. Helstu langtímaspárnar segir hann vera frá ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðinni) annars vegar og GFS (Ameríska spáin) hins vegar. Þær spár reikna með gjörólíku veðri. Hvernig stendur á þessum mun? „Hann liggur ekki í augum uppi, en með því að rekja seg aftur á bak í leit að frávikum á milli líkananna má leita skýringa. Í það minnsta kenningu þar um,“ skrifar Einar. Einar birtir einnig myndir sem sýna frávik í spánum. Til vinstri er greinileg bylgja af hlýrra lofti til norðurs. Hana er ekki að sjá á GFS kortinu, hinu ameríska, til hægri. „Þessi hlýja tota sem skerpi á skilunum skapar aðstæður fyrir frekari dýpkun lægðarinnar síðar meir. Þarna er hún aðeins sem lítil bylgja. ECMWF lætur bylgjuna vaxa á leið sinni norður yfir austanvert Íslands seint á föstudag, en í hinni spánni gerist fátt á sjálfum skilunum. Stundum þarf ekki merkilegra og meira til! Á sumrin eru slíkar langar og saklausar lægðabylgjur algengar og sem ekki ná vexti.“ Spáin á fimmtudag. Spáin á laugardag. Greinilegur munur er á lægðarspám þar sem ameríska spáin gerir ekki ráð fyrir að lægð gangi yfir landið. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verði ofan á.
Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sjá meira