Þúsundir kúa flattar út og urðaðar með rusli eftir að hafa drepist úr hita Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 12:19 Meira en tvöþúsund nautgripir drápust í hitabylgjunni sem reið yfir Kansas í júní. Getty/Mario Tama Þúsundir nautgripa sem drápust vegna hitabylgju í Bandaríkjunum í júní voru urðaðir í landfyllingu í Kansas. Rotnandi hræin voru fyrst flött út með þungavinnuvélum áður en þau voru urðuð með almennu rusli. Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“ Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“
Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira