Frítt gos fylgir með öllum pöntunum á Domino's í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra deildi hugleiðingum sínum varðandi jarðskjálfta og eldgos fyrr í dag en þurfti að uppfæra færsluna þegar gosið hófst. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með fyrirmælum Almannavarna.
Hrafn Jónsson hugleiðir yfirlýsingar jarðfræðinga fyrir og á meðan gosi stendur.
Jarðfræðingar fyrir gos: "það gæti byrjað eldgos eftir 100 ár eða á eftir"
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 3, 2022
Jarðfræðingar þegar eldgos er hafið: "það er eldgos núna"
Jónas Már Torfason segist hafa þurft að senda „mjög fyndinn tölvupóst“ á danska yfirmenn sína vegna eldgossins.
Var að senda mjög fyndinn póst á dönsku yfirmenn mína og láta vita að ég komist mögulega ekki á ætluðum tíma aftur á skrifstofuna, þar sem eldgos væri hafið í nágrenni við flugvöllinn
— Jónas Már (@JTorfason) August 3, 2022
Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir heimsfaraldur, gubbupest eða eldgos koma þegar hún ætli að vera dugleg að vinna.
Alltaf þegar ég er búin að ákveða að vera rosa dugleg að vinna þá kemur eldgos, heimsfaraldur eða gubbupest.
— Hildur Knútsdóttir (@hildurknuts) August 3, 2022
Sumir nýta tækifærið og rifja upp atriði úr áramótaskaupinu. Mögulega anda einhverjir léttar sem fóru ekki að gosinu?
Maybe she'll see this one? #Iceland #earthquake #volcano #eldgos #Geldingadalir #skaupið pic.twitter.com/zN9b673FyN
— Duncan (@shaksper) August 3, 2022
Sigurður Orri Kristjánsson er allavega ekki einn þeirra.
Great. Annað eldgos sem ég mun ekki heimsækja.
— Siggi O (@SiggiOrr) August 3, 2022
Rétti tíminn til að flytja heim?
Ég er að útskýra fyrir alþjóðlegum samstarfsmönnum mínum í Brussel að jú, ég sé að flytja heim, til landsins þar sem jörð skelfur og hafið er virkt eldgos (aftur), þar sem verðbólgan er hærra en hitastigið að sumri til og þar sem það kostar 4000 isk að fara út að borða í hádeginu
— Védís (@vedis_eva) August 3, 2022