Evrópumeistarinn með þriggja högga forskot á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 14:36 Perla Sól Sigurbrandsdóttir á fjórtánda teig Vestmannaeyjavelli. Mynd/[email protected] Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Evrópumeistari unglinga frá því á dögunum, er með þriggja högga forskot þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum er hálfnuð. Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14 Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira