Þjálfari Senegal svarar hinum umdeilda forseta Napoli: „Erum ekki að berjast við félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 23:01 Aliou Cisse (til vinstri), þjálfari Senegal. EPA-EFE/KHALED ELFIQI Aurelio De Laurentiis, hinn umdeildi forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli, er hættur að kaupa afríska leikmenn nema þeir uppfylli eitt skilyrði. Þeir mega ekki spila á Afríkumótinu. Þetta telur Aliou Cisse, þjálfari Senegal, gjörsamlega fráleitt. Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira