Farið yfir sumarið á Selfossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Hólmfríður Magnúsdóttir kom óvænt aftur inn í liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Vísir/Hulda Margrét „Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið. Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira