Nökkvi Þeyr skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Ægi en bæði mörkin hans komu undir lok leiksins.
Nökkvi hefur skorað fimm mörk í tveimur bikarleikjum sínum í sumar en hann skoraði þrennu í sigri á Fram í sextán liða úrslitunum.
Þetta þýðir að Nökkvi Þeyr hefur samtals skorað sextán mörk í átján deildar- og bikarleikjum í sumar. Hann hefur skorað ellefu mörk í sextán leikjum KA í Bestu deildinni.
Þessi sextán mörk í sumar eru meira en fimm sinnum fleiri mörk en hann skoraði allt síðasta sumar þegar Nökkvi var með þrjú mörk í tuttugu deildar- og bikarleikjum.
Glæsilegt mark Nökkva Þeys Þórissonar í uppbótatíma klárar þetta endanlega fyrir KA! pic.twitter.com/C8KW6houGC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 10, 2022
Nökkvi Þeyr með annað mark í uppbótatíma. Lokatölur: KA 3-0 Ægir. pic.twitter.com/bMt5fMPl8h
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 10, 2022