„Voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér“ Elísabet Hanna skrifar 11. ágúst 2022 11:31 Ólafur Reynisson er mikill frumkvöðull þegar kemur að matargerð. Stöð 2 Litla Hverabúðin er minnsta verslun Íslands, svo smá að ekki er þar að finna nokkurn starfsmann, í stað þess er stólað á heiðarleika viðskiptavina. Verðlaunakokkurinn Ólafur Reynisson og eiginkona hans Anna María Eyjólfsdóttir eru miklir frumkvöðlar þegar kemur að matargerð. Verslunin er staðsett í Hveragerði og segir Ólafur sjálfsafgreiðsluna hafa gengið vel og heiðarlega fyrir sig og bætir við:„Enda held ég að það sé ekkert gaman að borða brauð sem maður borgaði ekki fyrir. Ég held að maður hafi ekkert gott af því brauði, ég held að það fari illa í magann.“ Bakar kökur í uppþvottavél og sýður egg í sokkum Hann hefur í gegnum tíðina notast mikið við gufuna í eldamennskunni og notar hann meðal annars gamla uppþvottavél sem breytt hefur verið í hveragufuvél til þess að baka kökur. Það eru ekki aðeins kökur sem eru bakaðar á skemmtilegan máta. „Það er voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér og fólk er að elda eggið í sokkunum,“ segir hann um aðstöðuna sem hjónin eru með fyrir gesti þar sem þeir geta upplifað eldamennskuna sjálfir. Einu skilyrðin sem hann setur eru að sokkurinn sé hreinn. Ólafur bakar meðal annars súkkulaði og gulrótakökur í uppþvottavélinni.Stöð 2 Breyttu um takt „Þetta kemur til út af því að við breyttum um takt,“ segir Ólafur um litlu Hverabúðina en tekin var sú stefna hjá hjónunum að þjónusta aðeins hópa í stað einstaklinga. „En fólk fór ekki í burtu, það fór að banka á hurðina og spyrja hvort ég gæti selt þeim rúgbrauð eða brauðsúpu eða þetta og hitt,“ segir hann um tildrög verslunarinnar. „Þá fæddist þessi hugmynd hvort það væri ekki hægt að fara þessa leið, að þetta svona lítið og krúttlegt og láta fólk gera eins og það er farið að gera í öllum þessum búðum,“ segir Ólafur. Vala Matt fór og heimsótti þau hjónin í Litli Hverabúðinni og fékk að heyra allt um þeirra einstöku leiðir í eldamennsku en sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Borgar fólki með lækkuðu verði „Ég þakka nú Krónunni og Bónus og öllu þessu ágæta fólki fyrir það að vera búið að kenna fólki að hafa þau í vinnu fyrir ekki neitt og gera allt sko. Ég er svo flottur á því að ég vil að fólk fái laun við þetta þannig að við lækkuðum bara verðið hérna. Þetta er heildsöluverð sem við erum að keyra á af því að fólkið er að vinna restina,“ segir hann um sjálfsafgreiðsluna í versluninni. Stundum er nóg bara nóg Nú hafa hjónin ákveðið að minnka vinnu og byrja að njóta lífsins á annan hátt og ætla jafnvel að fara í heimsreisu og skoða heiminn á meðan þau eru enn við heilsu og eldhress. „Veistu það að þegar maður er búinn að hlaupa nokkra maraþon hringi að þá er allt í lagi að fara að rétta keflið einhverjum öðrum og fara bara í stúkuna og horfa á,“ segir hann. „Við erum búin taka svo mikið á móti fólki á skemmtiferðaskipum og einhvern tíman sagði konan við mig: „Heyrðu hvenær verðum við þarna hinu megin við borðið?“ Litla Hverabúðin er lítil og krúttleg.Stöð 2 Anna María tekur í sama streng og vonar að nú sér tíminn: „Ég er eiginlega að vonast eftir því að maðurinn sé loksins búinn að fá nóg, þetta er alveg orðið ágætt. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt en stundum er nóg nóg.“ Ísland í dag Hveragerði Verslun Tengdar fréttir Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Verslunin er staðsett í Hveragerði og segir Ólafur sjálfsafgreiðsluna hafa gengið vel og heiðarlega fyrir sig og bætir við:„Enda held ég að það sé ekkert gaman að borða brauð sem maður borgaði ekki fyrir. Ég held að maður hafi ekkert gott af því brauði, ég held að það fari illa í magann.“ Bakar kökur í uppþvottavél og sýður egg í sokkum Hann hefur í gegnum tíðina notast mikið við gufuna í eldamennskunni og notar hann meðal annars gamla uppþvottavél sem breytt hefur verið í hveragufuvél til þess að baka kökur. Það eru ekki aðeins kökur sem eru bakaðar á skemmtilegan máta. „Það er voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér og fólk er að elda eggið í sokkunum,“ segir hann um aðstöðuna sem hjónin eru með fyrir gesti þar sem þeir geta upplifað eldamennskuna sjálfir. Einu skilyrðin sem hann setur eru að sokkurinn sé hreinn. Ólafur bakar meðal annars súkkulaði og gulrótakökur í uppþvottavélinni.Stöð 2 Breyttu um takt „Þetta kemur til út af því að við breyttum um takt,“ segir Ólafur um litlu Hverabúðina en tekin var sú stefna hjá hjónunum að þjónusta aðeins hópa í stað einstaklinga. „En fólk fór ekki í burtu, það fór að banka á hurðina og spyrja hvort ég gæti selt þeim rúgbrauð eða brauðsúpu eða þetta og hitt,“ segir hann um tildrög verslunarinnar. „Þá fæddist þessi hugmynd hvort það væri ekki hægt að fara þessa leið, að þetta svona lítið og krúttlegt og láta fólk gera eins og það er farið að gera í öllum þessum búðum,“ segir Ólafur. Vala Matt fór og heimsótti þau hjónin í Litli Hverabúðinni og fékk að heyra allt um þeirra einstöku leiðir í eldamennsku en sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Borgar fólki með lækkuðu verði „Ég þakka nú Krónunni og Bónus og öllu þessu ágæta fólki fyrir það að vera búið að kenna fólki að hafa þau í vinnu fyrir ekki neitt og gera allt sko. Ég er svo flottur á því að ég vil að fólk fái laun við þetta þannig að við lækkuðum bara verðið hérna. Þetta er heildsöluverð sem við erum að keyra á af því að fólkið er að vinna restina,“ segir hann um sjálfsafgreiðsluna í versluninni. Stundum er nóg bara nóg Nú hafa hjónin ákveðið að minnka vinnu og byrja að njóta lífsins á annan hátt og ætla jafnvel að fara í heimsreisu og skoða heiminn á meðan þau eru enn við heilsu og eldhress. „Veistu það að þegar maður er búinn að hlaupa nokkra maraþon hringi að þá er allt í lagi að fara að rétta keflið einhverjum öðrum og fara bara í stúkuna og horfa á,“ segir hann. „Við erum búin taka svo mikið á móti fólki á skemmtiferðaskipum og einhvern tíman sagði konan við mig: „Heyrðu hvenær verðum við þarna hinu megin við borðið?“ Litla Hverabúðin er lítil og krúttleg.Stöð 2 Anna María tekur í sama streng og vonar að nú sér tíminn: „Ég er eiginlega að vonast eftir því að maðurinn sé loksins búinn að fá nóg, þetta er alveg orðið ágætt. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt en stundum er nóg nóg.“
Ísland í dag Hveragerði Verslun Tengdar fréttir Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31