Nýjar ruslatunnur mörg ár í framleiðslu og kostar hvert eintak um 2,8 milljónir króna Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2022 00:20 Ein af frumgerðum Mjúka ferningsins, ruslatunnu sem kostar rúmlega 20 þúsund Bandaríkjadali að framleiða. Ap/Eric Risberg Ný tegund af ruslatunnum á götum San Francisco var meira en þrjú ár í framleiðslu og kostar hvert eintak hennar 21 þúsund Bandaríkjadali eða 2,8 milljónir íslenskra króna. Ruslatunnutegundin er ein af sex nýjum ruslatunnum sem hafa verið teknar í notkun í borginni í sumar. Í átaki sínu til að stemma stigu við yfirflæðandi ruslatunnum San Francisco-borgar réðu borgaryfirvöld fyrirtæki til að hanna þessa nýju ruslatunnutegund sem gengur undir nafninu Soft Square eða Mjúki ferningurinn. Frumgerð af tegundinni Salt og pipar sem er nýkomin á götur San Francisco-borgar.AP/Eric Risberg Auk Mjúka ferningsins hannaði fyrirtækið tvær aðrar ruslatunnur, Grannvöxnu skuggamyndina (e. Slim Silhouette) og Salt og pipar, sem eru ekki síður kostnaðarsamar en hvert eintak af þeirri fyrrnefndu kostar nítján þúsund Bandaríkjadali á meðan hvert eintak af þeirri síðarnefndu kostar ellefu þúsund Bandaríkjadali. Frumgerðir þessara þriggja tegunda, auk þriggja hefðbundinna ruslatunnutegunda, voru teknar í notkun í San Francisco í sumar. Íbúar borgarinnar munu síðan getað dæmt um ágæti ruslatunnanna með því að skanna QR-kóða á þeim og gefa þeim einkunn. Þannig telja borgaryfirvöld sig getað fundið hina fullkomnu ruslatunnu. Leitin að nýrri ruslatunnu tekið langan tíma Borgaryfirvöld hafa leitað að hinni fullkomnu ruslatunnu í þó nokkurn tíma, eða frá 2018 þegar ákveðið var að skipta út meira en þrjú þúsund ruslatunnum á götum borgarinnar. Þær ruslatunnu höfðu þá verið í notkun í næstum tuttugu ár og verður endanlega skipt út á næsta ári. Ein af gömlu ruslatunnunum sem borgaryfirvöld vilja skipta út fyrir nýrri gerð.AP/Eric Risberg Að sögn yfirvalda eru gömlu ruslatunnurnar ekki nægilega góðar þar sem þær eru með of stór göt sem geri fólki auðvelt fyrir að róta í ruslinu. Þá séu tunnurnar með hjarir sem þurfi sífellt að laga og lása sem sé auðvelt að brjóta upp. Til að stuðla að því að íbúar taki þátt í að velja bestu ruslatunnuna er borgin búin að útbúa kortasjá þar sem íbúarnir geta séð hvar ruslatunnutegundirnar sex er að finna. Þannig geta íbúar leitað tunnurnar, notað þær og gefið þeim einkunn. Hér fyrir neðan má sjá kortasjánna. Að sögn Beth Rubenstein, talskonu deildar opinberra framkvæmda hjá San Francisco, hafa íbúar fram til september til að velja hvaða ruslatunna er best. Ruslatunnan sem verður fyrir valinu mun síðan taka við af gömlu ruslatunnunum á næsta ári. QR-kóði á einum af Mjúku ferningunum þar sem fólk getur gefið ruslatunnunni einkunn.AP/Eric Risberg Rubenstein segir að þar sem ruslatunnan sem verði fyrir valinu verði fjöldaframleidd muni kostnaðurinn lækka niður úr núverandi verði í um tvö til þrjú þúsund dollara á hvert eintak (um 270 þúsund til 400 þúsund íslenskra króna). Það eru þó ekki allir spenntir fyrir þessu nýja átaki borgarinnar en Matt Haney, fyrrverandi eftirlitsmaður í Tenderloin-hverfi og fulltrúi þess á Kaliforníu-þingi, sagði að flestir íbúar hefðu viljað sjá borgina skipta gömlu tunnunum út fyrir ruslatunnur sem aðrar borgir nota með góðum árangri. Þá sagði hann að „öll ruslatunnusagan lykti af spillingu“ og vísaði þar í að Mohammed Nuru, fyrrverandi formaður deildar opinberra framkvæmda í borginni, játaði sök í fjársvikamáli í janúar en hann sá um að úthluta samningnum fyrir framleiðslu ruslatunnanna. Nánar má lesa um málið í frétt AP um ruslatunnurnar. Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Í átaki sínu til að stemma stigu við yfirflæðandi ruslatunnum San Francisco-borgar réðu borgaryfirvöld fyrirtæki til að hanna þessa nýju ruslatunnutegund sem gengur undir nafninu Soft Square eða Mjúki ferningurinn. Frumgerð af tegundinni Salt og pipar sem er nýkomin á götur San Francisco-borgar.AP/Eric Risberg Auk Mjúka ferningsins hannaði fyrirtækið tvær aðrar ruslatunnur, Grannvöxnu skuggamyndina (e. Slim Silhouette) og Salt og pipar, sem eru ekki síður kostnaðarsamar en hvert eintak af þeirri fyrrnefndu kostar nítján þúsund Bandaríkjadali á meðan hvert eintak af þeirri síðarnefndu kostar ellefu þúsund Bandaríkjadali. Frumgerðir þessara þriggja tegunda, auk þriggja hefðbundinna ruslatunnutegunda, voru teknar í notkun í San Francisco í sumar. Íbúar borgarinnar munu síðan getað dæmt um ágæti ruslatunnanna með því að skanna QR-kóða á þeim og gefa þeim einkunn. Þannig telja borgaryfirvöld sig getað fundið hina fullkomnu ruslatunnu. Leitin að nýrri ruslatunnu tekið langan tíma Borgaryfirvöld hafa leitað að hinni fullkomnu ruslatunnu í þó nokkurn tíma, eða frá 2018 þegar ákveðið var að skipta út meira en þrjú þúsund ruslatunnum á götum borgarinnar. Þær ruslatunnu höfðu þá verið í notkun í næstum tuttugu ár og verður endanlega skipt út á næsta ári. Ein af gömlu ruslatunnunum sem borgaryfirvöld vilja skipta út fyrir nýrri gerð.AP/Eric Risberg Að sögn yfirvalda eru gömlu ruslatunnurnar ekki nægilega góðar þar sem þær eru með of stór göt sem geri fólki auðvelt fyrir að róta í ruslinu. Þá séu tunnurnar með hjarir sem þurfi sífellt að laga og lása sem sé auðvelt að brjóta upp. Til að stuðla að því að íbúar taki þátt í að velja bestu ruslatunnuna er borgin búin að útbúa kortasjá þar sem íbúarnir geta séð hvar ruslatunnutegundirnar sex er að finna. Þannig geta íbúar leitað tunnurnar, notað þær og gefið þeim einkunn. Hér fyrir neðan má sjá kortasjánna. Að sögn Beth Rubenstein, talskonu deildar opinberra framkvæmda hjá San Francisco, hafa íbúar fram til september til að velja hvaða ruslatunna er best. Ruslatunnan sem verður fyrir valinu mun síðan taka við af gömlu ruslatunnunum á næsta ári. QR-kóði á einum af Mjúku ferningunum þar sem fólk getur gefið ruslatunnunni einkunn.AP/Eric Risberg Rubenstein segir að þar sem ruslatunnan sem verði fyrir valinu verði fjöldaframleidd muni kostnaðurinn lækka niður úr núverandi verði í um tvö til þrjú þúsund dollara á hvert eintak (um 270 þúsund til 400 þúsund íslenskra króna). Það eru þó ekki allir spenntir fyrir þessu nýja átaki borgarinnar en Matt Haney, fyrrverandi eftirlitsmaður í Tenderloin-hverfi og fulltrúi þess á Kaliforníu-þingi, sagði að flestir íbúar hefðu viljað sjá borgina skipta gömlu tunnunum út fyrir ruslatunnur sem aðrar borgir nota með góðum árangri. Þá sagði hann að „öll ruslatunnusagan lykti af spillingu“ og vísaði þar í að Mohammed Nuru, fyrrverandi formaður deildar opinberra framkvæmda í borginni, játaði sök í fjársvikamáli í janúar en hann sá um að úthluta samningnum fyrir framleiðslu ruslatunnanna. Nánar má lesa um málið í frétt AP um ruslatunnurnar.
Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira