„Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. ágúst 2022 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Sigurjón Ólason Borgarlögmaður var í september 2021 beðinn af borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni um að skoða gjaldtöku í bílastæðahúsum til fólks með bílastæðapassa eða P-passa. Í niðurstöðu lögmannsins segir að Bílastæðasjóður hafi ekki heimild til þess að rukka fatlað fólk með bílastæðispassa í bílastæðahúsum borgarinnar. Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu. Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu.
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira