Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. ágúst 2022 21:31 Séð yfir gönguleið A að gosinu. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi Herlögin loks felld úr gildi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Sjá meira
Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi Herlögin loks felld úr gildi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Sjá meira
Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40
Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24
Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40