Giftu sig í undirgöngum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Steinþór Helgi og Glódís giftu sig með pomp og prakt við fallega athöfn á Flateyri síðastliðinn laugardag. Kristín María Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og athafnamaður, giftust hvort öðru við fallega athöfn á Flateyri síðastliðna helgi þar sem vinir og fjölskylda fögnuðu ástinni með þeim fram á rauða nótt. Fyrst stóð til að athöfnin yrði haldin utan dyra í varnargarði við Flateyri en sökum hellidembu færðist hún í göng rétt hjá og segja brúðhjónin að það hafi jafnvel bara verið betur heppnað en hitt. Blaðamaður tók púlsinn á brúðinni, Glódísi, og ræddi við hana um stóra daginn, ástina og einstakan brúðarkjól hennar sem hún gerði virkilega góð kaup á. 4000 krónu brúðarkjóll Glódís segist hafa verið frekar róleg í leitinni að brúðarkjólnum og var ekki alveg viss um hvað hún vildi. Hin ástföngnu og nýgiftu Glódís og Steinþór.Kristín María „Ég var svo einn daginn að labba Garðastrætið að sækja drenginn minn í leikskólann og labba fram hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins. Þá var greinilega nýkomin sending frá einhverri hefðarfrú og það var verið að hengja upp nokkra síðkjóla. Ég rak augun í þennan og þurfti varla að máta hann,“ segir Glódís og bætir við að kjóllinn hafi kostað hana 4000 krónur. „Hann birtist bara nákvæmlega þarna og ég vissi líka að ég vildi ekki eyða einhverjum 100 þúsund köllum í hann.“ Elín, nágrannakona móður Glódísar, starfar sem klæðskeri og minnkaði kjólinn svo hann smell passaði á brúðina. „Þetta var allt mjög heimilislegt og fallegt.“ Brúðurin er með liðugri Íslendingum og átti auðvelt með að teygja fótinn upp í loft í kjólnum.Kristín María Yndislegur staður Brúðkaupið hafði staðið til í tvö ár en Covid hafði áhrif á að þau neyddust til að fresta því. Þau tóku þó forskot á sæluna síðastliðið sumar. „Við ætluðum að gifta okkur fyrir tveimur árum síðan en við giftum okkur í fyrra á Flateyri.“ Þau fengu mæður sínar til að vera með þeim í lítilli athöfn. „Steinþór og vinir hans Ásgeir Guðmundsson og Hlynur Helgi voru beðnir um að sjá um veitingastaðinn og barinn Vagninn yfir síðasta sumar.“ Eftir að hafa eytt öllu sumrinu á Flateyri átti staðurinn hjörtu brúðhjónanna. „Við höfðum áður komið á Flateyri og vissum hvað þetta var yndislegur staður þannig að við stukkum til og áttum eitt besta sumar í manna minnum.“ Ástin einkenndi andrúmsloftið á Flateyri síðastliðinn laugardag.Kristín María Síðasta sumar fóru þau svo að hugsa hvar stóra athöfnin ætti að vera. Hellidemba „Athöfnin átti fyrst að vera utan dyra inn í varnargarðinum hjá snjóflóðavörnunum en það kom hellidemba þannig að við færðum allt inn í göngin. Við létum það virka og það kom eiginlega bara betur út,“ segir Glódís. Allir samankomnir í undirgöngunum sem björguðu athöfninni.Kristín María Úrvals lið söngvara söng í athöfninni og má þar nefna hljómsveitina GÓSS, þau Sigríði Thorlacious, Sigurð Guðmundsson og Guðmund Óskar ásamt hluta úr hljómsveitinni Hjaltalín þar sem Högni söng ásamt Sigríði og Guðmundi. Glódís segir að tónlistin hafi hljómað virkilega vel í göngunum. Rigningin stöðvar sannarlega ekki ástina.Kristín María Allar hendur nýttar Dagurinn var draumi líkastur og byrjaði með sól og blíðu. „Við vöknuðum um 9 og fórum að týna blóm, það er allt í fallegum blómum á Flateyri,“ segir Glódís. Fyrri parti dags var eytt í huggulegheit þar sem hún fór meðal annars með son sinn í sund og svo kláruðu þau að græja salinn. „Þar voru allar hendur nýttar og vinir okkar hjálpuðu okkur að græja það á svona hálftíma.“ Atli Már stýrði athöfninni.Kristín María Athöfnin hófst klukkan fjögur og var það Atli Már Steinarsson sem sá um athöfnina. Allir hjálpuðust að við að hringja á milli svo það færi ekki fram hjá neinum að athöfnin hefði verið færð inn í göngin. Að henni lokinni hófust veisluhöld þar sem Ásgeir Guðmundsson var veislustjóri og fólk dansaði saman fram á rauða nótt. Gestir gengu á eftir brúðhjónunum í miklu stuði.Kristín María Hér má sjá fleiri myndir úr brúðkaupinu: Hjónin eru mikið stemnings fólk og áttu ekki erfitt með að grípa inn í DJ sett kvöldsins.Owen Fiene Listakonan Rakel Tómasdóttir er góð vinkona Glódísar.Kristín María Steinþór Helgi, Glódís og sonur þeirra Einar Glói í einlægu faðmlagi.Kristín María Glódís er fyrrum afrekskona í fimleikum og sýndi glæsilega takta á dansgólfinu,Owen Fiene Fjölskyldan Einar Glói, Steinþór Helgi og Glódís.Kristín María Nýgift.Kristín María Gestir lyftu glösum.Owen Fiene Hjónin ásamt mæðrum sínum.Owen Fiene Blómvöndurinn með nýtýndum blómum.Kristín María Gleðin var svo sannarlega við völd.Kristín María Brúðkaup Ástin og lífið Ísafjarðarbær Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01 Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Fyrst stóð til að athöfnin yrði haldin utan dyra í varnargarði við Flateyri en sökum hellidembu færðist hún í göng rétt hjá og segja brúðhjónin að það hafi jafnvel bara verið betur heppnað en hitt. Blaðamaður tók púlsinn á brúðinni, Glódísi, og ræddi við hana um stóra daginn, ástina og einstakan brúðarkjól hennar sem hún gerði virkilega góð kaup á. 4000 krónu brúðarkjóll Glódís segist hafa verið frekar róleg í leitinni að brúðarkjólnum og var ekki alveg viss um hvað hún vildi. Hin ástföngnu og nýgiftu Glódís og Steinþór.Kristín María „Ég var svo einn daginn að labba Garðastrætið að sækja drenginn minn í leikskólann og labba fram hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins. Þá var greinilega nýkomin sending frá einhverri hefðarfrú og það var verið að hengja upp nokkra síðkjóla. Ég rak augun í þennan og þurfti varla að máta hann,“ segir Glódís og bætir við að kjóllinn hafi kostað hana 4000 krónur. „Hann birtist bara nákvæmlega þarna og ég vissi líka að ég vildi ekki eyða einhverjum 100 þúsund köllum í hann.“ Elín, nágrannakona móður Glódísar, starfar sem klæðskeri og minnkaði kjólinn svo hann smell passaði á brúðina. „Þetta var allt mjög heimilislegt og fallegt.“ Brúðurin er með liðugri Íslendingum og átti auðvelt með að teygja fótinn upp í loft í kjólnum.Kristín María Yndislegur staður Brúðkaupið hafði staðið til í tvö ár en Covid hafði áhrif á að þau neyddust til að fresta því. Þau tóku þó forskot á sæluna síðastliðið sumar. „Við ætluðum að gifta okkur fyrir tveimur árum síðan en við giftum okkur í fyrra á Flateyri.“ Þau fengu mæður sínar til að vera með þeim í lítilli athöfn. „Steinþór og vinir hans Ásgeir Guðmundsson og Hlynur Helgi voru beðnir um að sjá um veitingastaðinn og barinn Vagninn yfir síðasta sumar.“ Eftir að hafa eytt öllu sumrinu á Flateyri átti staðurinn hjörtu brúðhjónanna. „Við höfðum áður komið á Flateyri og vissum hvað þetta var yndislegur staður þannig að við stukkum til og áttum eitt besta sumar í manna minnum.“ Ástin einkenndi andrúmsloftið á Flateyri síðastliðinn laugardag.Kristín María Síðasta sumar fóru þau svo að hugsa hvar stóra athöfnin ætti að vera. Hellidemba „Athöfnin átti fyrst að vera utan dyra inn í varnargarðinum hjá snjóflóðavörnunum en það kom hellidemba þannig að við færðum allt inn í göngin. Við létum það virka og það kom eiginlega bara betur út,“ segir Glódís. Allir samankomnir í undirgöngunum sem björguðu athöfninni.Kristín María Úrvals lið söngvara söng í athöfninni og má þar nefna hljómsveitina GÓSS, þau Sigríði Thorlacious, Sigurð Guðmundsson og Guðmund Óskar ásamt hluta úr hljómsveitinni Hjaltalín þar sem Högni söng ásamt Sigríði og Guðmundi. Glódís segir að tónlistin hafi hljómað virkilega vel í göngunum. Rigningin stöðvar sannarlega ekki ástina.Kristín María Allar hendur nýttar Dagurinn var draumi líkastur og byrjaði með sól og blíðu. „Við vöknuðum um 9 og fórum að týna blóm, það er allt í fallegum blómum á Flateyri,“ segir Glódís. Fyrri parti dags var eytt í huggulegheit þar sem hún fór meðal annars með son sinn í sund og svo kláruðu þau að græja salinn. „Þar voru allar hendur nýttar og vinir okkar hjálpuðu okkur að græja það á svona hálftíma.“ Atli Már stýrði athöfninni.Kristín María Athöfnin hófst klukkan fjögur og var það Atli Már Steinarsson sem sá um athöfnina. Allir hjálpuðust að við að hringja á milli svo það færi ekki fram hjá neinum að athöfnin hefði verið færð inn í göngin. Að henni lokinni hófust veisluhöld þar sem Ásgeir Guðmundsson var veislustjóri og fólk dansaði saman fram á rauða nótt. Gestir gengu á eftir brúðhjónunum í miklu stuði.Kristín María Hér má sjá fleiri myndir úr brúðkaupinu: Hjónin eru mikið stemnings fólk og áttu ekki erfitt með að grípa inn í DJ sett kvöldsins.Owen Fiene Listakonan Rakel Tómasdóttir er góð vinkona Glódísar.Kristín María Steinþór Helgi, Glódís og sonur þeirra Einar Glói í einlægu faðmlagi.Kristín María Glódís er fyrrum afrekskona í fimleikum og sýndi glæsilega takta á dansgólfinu,Owen Fiene Fjölskyldan Einar Glói, Steinþór Helgi og Glódís.Kristín María Nýgift.Kristín María Gestir lyftu glösum.Owen Fiene Hjónin ásamt mæðrum sínum.Owen Fiene Blómvöndurinn með nýtýndum blómum.Kristín María Gleðin var svo sannarlega við völd.Kristín María
Brúðkaup Ástin og lífið Ísafjarðarbær Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01 Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01
Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06
Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52
Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið