Vörðust umfangsmestu tölvuárás á Eistland frá 2007 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 10:39 Kaja Kallas er forsætisráðherra Eistlands. EPA/TOMS KALNINS Ráðamenn í Eistlandi segjast hafa varist umfangsmestu tölvuárás á landið frá 2007. Árásin hófst í gær, skömmu eftir að tilkynnt var að sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarými í Eistlandi. Rússnesku tölvuþrjótarnir í hópnum Killnet hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þeir sögðust hafa gert árás á rúmlega tvö hundruð stofnanir og fyrirtæki í Eistlandi og vísuðu þeir til þess að Eistar ætluðu að fjarlægja minnisvarða. Árásin sem gerð var árið 2007 var einnig á vegum Rússa en hún var gerð eftir að sovéskur minnisvarði var færður úr miðborg Tallinn. Sú árás stóð yfir í 22 daga. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, greindi frá því í gær að allir sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarýmum. „Sem tákn um kúgun og sovéskt hernám hafa þeir orðið uppspretta aukinnar félagslegrar spennu – og á þessum tíma verðum við að halda ógnum við allsherjarreglu í lágmarki,“ sagði Kallas á Twitter, en eistnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir innrás þeirra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Luukas Ilves, úr efnahags og samskiptaráðuneyti Eistlands, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði á Twitter að árásin hefði verið sú umfangsmesta frá 2007 en illa hefði verið staðið að henni. Því hefði hún lítil áhrif haft í Eistlandi og flestir íbúar hefðu ekki einu sinni tekið eftir henni. The attacks were ineffective. E-Estonia is up and running. Services were not disrupted. With some brief and minor exceptions, websites remained fully available throughout the day. The attack has gone largely unnoticed in Estonia. (2/4)— Luukas Ilves (@luukasilves) August 18, 2022 Ríkisútvarp Eistlands hefur eftir embættismönnum að rússnesku tölvuþrjótarnir hafi meðal annars beitt svokölluðum DDOS-árásum, þar sem beindu mikilli netumferð á vefsvæði stofnana og fyrirtækja með því markmiði að setja þau vefsvæði á hliðina. Þeir reyndu einnig að senda tölvupósta til að plata fólk til að gefa upp lykilorð og þá hafa nokkrir tölvuvírusar fundist. Tölvuþrjótar Killnet gerðu einnig tölvuárásir á stofnanir í Litháen í síðustu viku, eftir að þing ríkisins samþykkti ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki. Eistland Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51 Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Rússnesku tölvuþrjótarnir í hópnum Killnet hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þeir sögðust hafa gert árás á rúmlega tvö hundruð stofnanir og fyrirtæki í Eistlandi og vísuðu þeir til þess að Eistar ætluðu að fjarlægja minnisvarða. Árásin sem gerð var árið 2007 var einnig á vegum Rússa en hún var gerð eftir að sovéskur minnisvarði var færður úr miðborg Tallinn. Sú árás stóð yfir í 22 daga. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, greindi frá því í gær að allir sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarýmum. „Sem tákn um kúgun og sovéskt hernám hafa þeir orðið uppspretta aukinnar félagslegrar spennu – og á þessum tíma verðum við að halda ógnum við allsherjarreglu í lágmarki,“ sagði Kallas á Twitter, en eistnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir innrás þeirra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Luukas Ilves, úr efnahags og samskiptaráðuneyti Eistlands, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði á Twitter að árásin hefði verið sú umfangsmesta frá 2007 en illa hefði verið staðið að henni. Því hefði hún lítil áhrif haft í Eistlandi og flestir íbúar hefðu ekki einu sinni tekið eftir henni. The attacks were ineffective. E-Estonia is up and running. Services were not disrupted. With some brief and minor exceptions, websites remained fully available throughout the day. The attack has gone largely unnoticed in Estonia. (2/4)— Luukas Ilves (@luukasilves) August 18, 2022 Ríkisútvarp Eistlands hefur eftir embættismönnum að rússnesku tölvuþrjótarnir hafi meðal annars beitt svokölluðum DDOS-árásum, þar sem beindu mikilli netumferð á vefsvæði stofnana og fyrirtækja með því markmiði að setja þau vefsvæði á hliðina. Þeir reyndu einnig að senda tölvupósta til að plata fólk til að gefa upp lykilorð og þá hafa nokkrir tölvuvírusar fundist. Tölvuþrjótar Killnet gerðu einnig tölvuárásir á stofnanir í Litháen í síðustu viku, eftir að þing ríkisins samþykkti ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki.
Eistland Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51 Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent