„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 15:30 Katrín Jakobsdóttir, Hildur Eir, Hannes Þór Halldórsson og Sveinn H. Guðmars eru meðal þeirra sem taka þátt í maraþoninu á Menningarnótt. rmi.is Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt. Opinská umræða opnar augu margra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, hleypur 10 kílómetra fyrir Alzheimersamtökin og innblásturinn kemur frá Magnúsi Karli Magnússyni og Ellýju Katrínu Guðmundsdóttur, en Ellý er með alzheimer sjúkdóminn. Katrín ætlar sér að komast í mark en lofar engu með tímann. Katrín Jakobsdóttir.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég hleyp fyrir Alzheimersamtökin að þessu sinni. Innblásturinn eru Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir sem er með þennan sjúkdóm. Ellýju þekki ég frá gamalli tíð. Hún kenndi mér svo ótal margt um sjálfbærni og umhverfisvernd þegar ég varð formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar en þá var hún yfir umhverfissviði borgarinnar. Og þá urðu ýmis framsækin mál að veruleika. Magnús og Ellý hafa opnað augu okkar margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum með opinskárri umræðu. Ertu búin að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupakona almennt? Því miður hef ég ekki æft sem skyldi – ég æfði mjög markvisst síðasta sumar en þá var maraþonið blásið af vegna heimsfaraldurs. Æfingar hafa verið aðeins tilviljanakenndari þetta sumarið en ég ætti samt að komast í mark. Lofa samt engu um tímann! Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Ég hef reyndar aldrei tekið þátt – setti það einu sinni þegar ég var ráðherra íþróttamála en lengra hefur það ekki náð! En ég er mjög spennt að taka þátt – þetta var markmið sem ég setti mér í upphafi árs 2021 þannig að það þetta verður stór áfangi fyrir mig persónulega. Góð og jákvæð orka Leikstjórinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson hleypur hálfmaraþon fyrir hópinn Áfram Klara en þetta er í fyrsta skipti sem hann hleypur svo langa vegalengd. Hannes Þór Halldórsson.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég er að hlaupa fyrir hópinn Áfram Klara og það er mál sem ég þekki aðeins til, snerti mjög við mér og um leið og ég rak augun í það vissi ég að mig langaði að leggja mitt af mörkum við að hjálpa til. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Ég var náttúrulega í marki og þurfti ekki að hlaupa mikið þar. En frá því að ég hætti í fótbolta hef ég reynt að halda mér við og æft fjórum til fimm sinnum í viku. Eftir að ég tók ákvörðun um hlaupið hef ég nýtt tvær æfingar á viku til að undirbúa mig fyrir það. Ég búinn að hafa þetta bak við eyrað og hef reynt að koma mer i þannig stand að ég geti klárað þetta á sæmilegum tíma. Það er langt síðan ég tók þátt, ég hafði bara verið með í 10 kílómetra hlaupinu og það er svolítið síðan ég gerði það. Þetta er lang lengsta vegalengd sem ég hef hlaupið hingað til og þetta verður spennandi. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Það er bara fáránlega góð stemning í kringum þetta, sérstaklega ef veðrið er gott, og það er bara ótrúlega góð og jákvæð orka sem skapast í kringum þetta. Gleðin og stemningin við markið er líka frábær. Þetta er mjög sérstakur atburður sem er gaman að taka þátt í og ég hlakka til að taka þátt aftur. Vonar að þetta verði sjálfum sér og öðrum til góðs Athafnarmaðurinn Halldór Halldórsson, jafnan þekktur sem Dóri DNA, tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn næstkomandi. Dóri hleypur 10 kílómetra fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, og er liðsmaður í Vinir Clöru Bjartar hlaupa fyrir Neistann. Halldór Halldórsson.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju? Ég er að hlaupa með hlaupahópnum Vinir Clöru Bjartar, og þar er hlaupið til styrktar Neistans - styrktarfélags hjartveikra barna en þar er unnið alveg ótrúlegt starf. Í raun og veru var ég hættur við að hlaupa en Gísli Jónsson, faðir Clöru Bjartar, einn minn elsti vinur var svo blóðheitur þegar hann sagði mér frá þessu að ég varð að láta slag standa. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Ég æfði eins og skepna í maí og júní og ætlaði mér að hlaupa 10 á undir 50. En svo leyfði ég allskonar öðru að eyðileggja plön mín í sumar, kannski helst óttinn við að ná ekki markmiðinu svo ég fór að láta eins og ég ætlaði ekki að hlaupa. En ég hleyp, og sama hversu hratt verður það vonandi til sjálfum mér og einhverjum öðrum til góðs. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Þetta er algjört pepp, rosa góðir straumar og pakkað af fólki sem er í stuði. Eitt það eftirminnilegasta hvert sumar. Frábær byrjun á menningarnótt. „Ég lifi og þess vegna hleyp ég“ Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, hleypur 10 kílómetra fyrir Örninn, minningar og styrktarsjóð. Hildur hefur stundað útihlaup frá unglingsaldri og byrjar hvern dag á hlaupi. Hildur Eir.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég hleyp fyrir Örninn sem er starf fyrir börn og ungmenni sem misst hafa foreldri eða annan náinn ástvin. Starfið miðar að því að vinna með sorgina í jafningjasamtali, leik og sköpun undir handleiðslu fagfólks og sjálfboðaliða. Örninn starfar bæði í Reykjavík og á Akureyri og það er hægt að fá nánari upplýsingar um starfið hér. Ertu búin að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupakona almennt? Ég hef stundað útihlaup frá því að ég var unglingur og byrja hvern dag á að hlaupa 3-5 km. Ég hleyp með og án aukakílóa, í kvíða jafnt sem styrk, í lyfjameðferð, með krabbamein og heil heilsu. Ég lifi og þess vegna hleyp ég og ég hleyp til að finna hvort ég sé á lífi. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Skemmtilegast við maraþonið er stuðningsfólkið og hljóðfæraleikararnir sem hvetja mann áfram. Stemningin er einstök og eftir að áheitasöfnun bættist við hlaupið fyrir um 16 árum þá hefur það eiginlega orðið ein stór bænagjörð á fótum. Vekur athygli á baráttu samtakanna Trans Ísland Upplýsingafulltrúinn Sveinn H Guðmarsson hleypur hálfmaraþon fyrir Trans Ísland næstkomandi laugardag og með hlaupinu vill hann styðja við sjálfsögð mannréttindi fólks. Sveinn H. Guðmarsson.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju? Um leið og ég hleyp hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2022 vil ég vekja athygli á baráttu samtakanna Trans Ísland. Það geri ég vegna þess að ég hef áhyggjur af því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks eins og til dæmis má sjá af fréttum um að gelt sé á samkynhneigða og að regnbogafánar séu rifnir niður. Ég vil því styðja samtök sem berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum fólks og gegn fordómum í samfélaginu. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Ég tók þátt í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og nýt góðs af undirbúningnum fyrir það. Útihlaup eru frábær líkamsrækt, ekki síst úti í náttúrunni, og ég reyni að hlaupa eins oft og ég get. Undanfarin ár hef ég hlaupið með Trimmklúbbi Seltjarness, elsta trimmklúbbi landsins, og nú síðast tók ég þátt FÍ Fjallahlaupum sem Ferðafélag Íslands býður upp á – mæli heilshugar með því. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Stemningin við Reykjavíkurmaraþonið er óviðjafnanleg og hvatningin frá fólki alla hlaupaleiðina blæs manni heldur betur kapp í kinn. Ég hlakka því mikið til laugardagsins og ætla að gera mitt allra besta. Æfir sig með því að hlaupa í Ríkið Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups hleypur skemmtiskokk fyrir Team Vala. Kristín segist líklega vera með lélegri hlaupurum en málefnið er henni afar kært. Systurnar Kristín Soffía og Vala.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég er að hlaupa fyrir Team Vala en Vala er litla systir mín og hún lenti í slysi fyrir tveimur árum síðan, varð fyrir mænuskaða og notar þess vegna hjólastól. Vala er blóðheitur umhverfissinni sem hefur alltaf verið bíllaus en nú yrði lífið auðveldara með bíl til að geta farið víðar um og verið sjálfstæðari. Því hlaupa vinir og fjölskylda, tíu manna teymi, fyrir litlum bíl. Ertu búin að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupakona almennt? Þú færð ekki lélegri hlaupara en mig. Ég er með gervimjöðm og má ekki hlaupa þannig ég er að fara í mjög létt skemmtiskokk með börnunum. Maðurinn minn er betri hlaupari og ætlar að rífa í 10 kílómetra á góðum tíma. Fyrir mig er þetta bara stemningin og að nota tækifærið til að ná að safna fyrir hana. Ég ætla að undirbúa mig með því að hlaupa í ríkið og kaupa freyðivínskassa en við ætlum öll að hittast hjá Völu að hlaupi loknu og skála. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Stemningin, samstaðan og kærleikurinn. Ég fer alltaf að gráta yfir þessu öllu. Þetta líka dregur fram fjölbreytileikann í samfélaginu og í lífinu. Minnir mann á hvað þetta snýst allt um. Skemmtilegast að finna endorfínið hríslast um líkamann Tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn hleypur hálfmaraþon fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárn gítarleikara en Kristján var bróðir hans. Úlfur hét því að hlaupa heilt maraþon á næsta ári næði hann að safna 500 þúsund krónum. Honum hefur tekist það og gott betur og má því gera ráð fyrir að hlaupin haldi áfram að vera hluti af lífi hans á komandi tímum. Úlfur Eldjárn.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju? Ég hleyp fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleikara sem styrkir framúrskarandi tónlistarfólk til góðra verka. Kristján var bróðir minn en dó langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Hann hefði orðið 50 ára á árinu þannig að ég ákvað að setja markið hátt og hlaupa hálft maraþon. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Mér finnst alveg rosalega gaman að hlaupa og reyni að gera það tvisvar til þrisvar í viku. Þegar ég var yngri þá var ég þó þekktur fyrir allt annað en áhuga á íþróttum. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Að koma í mark. Þá hlusta ég alltaf á „Knocking on Heaven's Door“ með Bob Dylan og finn endorfínið hríslast um líkamann. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Menningarnótt Mannréttindi Geðheilbrigði Hinsegin Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Opinská umræða opnar augu margra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, hleypur 10 kílómetra fyrir Alzheimersamtökin og innblásturinn kemur frá Magnúsi Karli Magnússyni og Ellýju Katrínu Guðmundsdóttur, en Ellý er með alzheimer sjúkdóminn. Katrín ætlar sér að komast í mark en lofar engu með tímann. Katrín Jakobsdóttir.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég hleyp fyrir Alzheimersamtökin að þessu sinni. Innblásturinn eru Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir sem er með þennan sjúkdóm. Ellýju þekki ég frá gamalli tíð. Hún kenndi mér svo ótal margt um sjálfbærni og umhverfisvernd þegar ég varð formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar en þá var hún yfir umhverfissviði borgarinnar. Og þá urðu ýmis framsækin mál að veruleika. Magnús og Ellý hafa opnað augu okkar margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum með opinskárri umræðu. Ertu búin að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupakona almennt? Því miður hef ég ekki æft sem skyldi – ég æfði mjög markvisst síðasta sumar en þá var maraþonið blásið af vegna heimsfaraldurs. Æfingar hafa verið aðeins tilviljanakenndari þetta sumarið en ég ætti samt að komast í mark. Lofa samt engu um tímann! Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Ég hef reyndar aldrei tekið þátt – setti það einu sinni þegar ég var ráðherra íþróttamála en lengra hefur það ekki náð! En ég er mjög spennt að taka þátt – þetta var markmið sem ég setti mér í upphafi árs 2021 þannig að það þetta verður stór áfangi fyrir mig persónulega. Góð og jákvæð orka Leikstjórinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson hleypur hálfmaraþon fyrir hópinn Áfram Klara en þetta er í fyrsta skipti sem hann hleypur svo langa vegalengd. Hannes Þór Halldórsson.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég er að hlaupa fyrir hópinn Áfram Klara og það er mál sem ég þekki aðeins til, snerti mjög við mér og um leið og ég rak augun í það vissi ég að mig langaði að leggja mitt af mörkum við að hjálpa til. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Ég var náttúrulega í marki og þurfti ekki að hlaupa mikið þar. En frá því að ég hætti í fótbolta hef ég reynt að halda mér við og æft fjórum til fimm sinnum í viku. Eftir að ég tók ákvörðun um hlaupið hef ég nýtt tvær æfingar á viku til að undirbúa mig fyrir það. Ég búinn að hafa þetta bak við eyrað og hef reynt að koma mer i þannig stand að ég geti klárað þetta á sæmilegum tíma. Það er langt síðan ég tók þátt, ég hafði bara verið með í 10 kílómetra hlaupinu og það er svolítið síðan ég gerði það. Þetta er lang lengsta vegalengd sem ég hef hlaupið hingað til og þetta verður spennandi. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Það er bara fáránlega góð stemning í kringum þetta, sérstaklega ef veðrið er gott, og það er bara ótrúlega góð og jákvæð orka sem skapast í kringum þetta. Gleðin og stemningin við markið er líka frábær. Þetta er mjög sérstakur atburður sem er gaman að taka þátt í og ég hlakka til að taka þátt aftur. Vonar að þetta verði sjálfum sér og öðrum til góðs Athafnarmaðurinn Halldór Halldórsson, jafnan þekktur sem Dóri DNA, tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn næstkomandi. Dóri hleypur 10 kílómetra fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, og er liðsmaður í Vinir Clöru Bjartar hlaupa fyrir Neistann. Halldór Halldórsson.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju? Ég er að hlaupa með hlaupahópnum Vinir Clöru Bjartar, og þar er hlaupið til styrktar Neistans - styrktarfélags hjartveikra barna en þar er unnið alveg ótrúlegt starf. Í raun og veru var ég hættur við að hlaupa en Gísli Jónsson, faðir Clöru Bjartar, einn minn elsti vinur var svo blóðheitur þegar hann sagði mér frá þessu að ég varð að láta slag standa. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Ég æfði eins og skepna í maí og júní og ætlaði mér að hlaupa 10 á undir 50. En svo leyfði ég allskonar öðru að eyðileggja plön mín í sumar, kannski helst óttinn við að ná ekki markmiðinu svo ég fór að láta eins og ég ætlaði ekki að hlaupa. En ég hleyp, og sama hversu hratt verður það vonandi til sjálfum mér og einhverjum öðrum til góðs. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Þetta er algjört pepp, rosa góðir straumar og pakkað af fólki sem er í stuði. Eitt það eftirminnilegasta hvert sumar. Frábær byrjun á menningarnótt. „Ég lifi og þess vegna hleyp ég“ Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, hleypur 10 kílómetra fyrir Örninn, minningar og styrktarsjóð. Hildur hefur stundað útihlaup frá unglingsaldri og byrjar hvern dag á hlaupi. Hildur Eir.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég hleyp fyrir Örninn sem er starf fyrir börn og ungmenni sem misst hafa foreldri eða annan náinn ástvin. Starfið miðar að því að vinna með sorgina í jafningjasamtali, leik og sköpun undir handleiðslu fagfólks og sjálfboðaliða. Örninn starfar bæði í Reykjavík og á Akureyri og það er hægt að fá nánari upplýsingar um starfið hér. Ertu búin að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupakona almennt? Ég hef stundað útihlaup frá því að ég var unglingur og byrja hvern dag á að hlaupa 3-5 km. Ég hleyp með og án aukakílóa, í kvíða jafnt sem styrk, í lyfjameðferð, með krabbamein og heil heilsu. Ég lifi og þess vegna hleyp ég og ég hleyp til að finna hvort ég sé á lífi. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Skemmtilegast við maraþonið er stuðningsfólkið og hljóðfæraleikararnir sem hvetja mann áfram. Stemningin er einstök og eftir að áheitasöfnun bættist við hlaupið fyrir um 16 árum þá hefur það eiginlega orðið ein stór bænagjörð á fótum. Vekur athygli á baráttu samtakanna Trans Ísland Upplýsingafulltrúinn Sveinn H Guðmarsson hleypur hálfmaraþon fyrir Trans Ísland næstkomandi laugardag og með hlaupinu vill hann styðja við sjálfsögð mannréttindi fólks. Sveinn H. Guðmarsson.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju? Um leið og ég hleyp hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2022 vil ég vekja athygli á baráttu samtakanna Trans Ísland. Það geri ég vegna þess að ég hef áhyggjur af því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks eins og til dæmis má sjá af fréttum um að gelt sé á samkynhneigða og að regnbogafánar séu rifnir niður. Ég vil því styðja samtök sem berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum fólks og gegn fordómum í samfélaginu. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Ég tók þátt í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og nýt góðs af undirbúningnum fyrir það. Útihlaup eru frábær líkamsrækt, ekki síst úti í náttúrunni, og ég reyni að hlaupa eins oft og ég get. Undanfarin ár hef ég hlaupið með Trimmklúbbi Seltjarness, elsta trimmklúbbi landsins, og nú síðast tók ég þátt FÍ Fjallahlaupum sem Ferðafélag Íslands býður upp á – mæli heilshugar með því. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Stemningin við Reykjavíkurmaraþonið er óviðjafnanleg og hvatningin frá fólki alla hlaupaleiðina blæs manni heldur betur kapp í kinn. Ég hlakka því mikið til laugardagsins og ætla að gera mitt allra besta. Æfir sig með því að hlaupa í Ríkið Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups hleypur skemmtiskokk fyrir Team Vala. Kristín segist líklega vera með lélegri hlaupurum en málefnið er henni afar kært. Systurnar Kristín Soffía og Vala.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju varð það fyrir valinu? Ég er að hlaupa fyrir Team Vala en Vala er litla systir mín og hún lenti í slysi fyrir tveimur árum síðan, varð fyrir mænuskaða og notar þess vegna hjólastól. Vala er blóðheitur umhverfissinni sem hefur alltaf verið bíllaus en nú yrði lífið auðveldara með bíl til að geta farið víðar um og verið sjálfstæðari. Því hlaupa vinir og fjölskylda, tíu manna teymi, fyrir litlum bíl. Ertu búin að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupakona almennt? Þú færð ekki lélegri hlaupara en mig. Ég er með gervimjöðm og má ekki hlaupa þannig ég er að fara í mjög létt skemmtiskokk með börnunum. Maðurinn minn er betri hlaupari og ætlar að rífa í 10 kílómetra á góðum tíma. Fyrir mig er þetta bara stemningin og að nota tækifærið til að ná að safna fyrir hana. Ég ætla að undirbúa mig með því að hlaupa í ríkið og kaupa freyðivínskassa en við ætlum öll að hittast hjá Völu að hlaupi loknu og skála. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Stemningin, samstaðan og kærleikurinn. Ég fer alltaf að gráta yfir þessu öllu. Þetta líka dregur fram fjölbreytileikann í samfélaginu og í lífinu. Minnir mann á hvað þetta snýst allt um. Skemmtilegast að finna endorfínið hríslast um líkamann Tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn hleypur hálfmaraþon fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárn gítarleikara en Kristján var bróðir hans. Úlfur hét því að hlaupa heilt maraþon á næsta ári næði hann að safna 500 þúsund krónum. Honum hefur tekist það og gott betur og má því gera ráð fyrir að hlaupin haldi áfram að vera hluti af lífi hans á komandi tímum. Úlfur Eldjárn.rmi.is Geturðu sagt mér fyrir hvaða málefni þú ert að hlaupa og af hverju? Ég hleyp fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleikara sem styrkir framúrskarandi tónlistarfólk til góðra verka. Kristján var bróðir minn en dó langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Hann hefði orðið 50 ára á árinu þannig að ég ákvað að setja markið hátt og hlaupa hálft maraþon. Ertu búinn að vera að æfa mikið í sumar og ertu hlaupamaður almennt? Mér finnst alveg rosalega gaman að hlaupa og reyni að gera það tvisvar til þrisvar í viku. Þegar ég var yngri þá var ég þó þekktur fyrir allt annað en áhuga á íþróttum. Hvað finnst þér skemmtilegast við maraþonið? Að koma í mark. Þá hlusta ég alltaf á „Knocking on Heaven's Door“ með Bob Dylan og finn endorfínið hríslast um líkamann.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Menningarnótt Mannréttindi Geðheilbrigði Hinsegin Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira