Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live, sem sér um tónleikana. Fram kemur í tilkynningunni að allir sem hafi tryggt sér miða á tónleikana muni eiga miða á þá þegar ný dagsetning verður ákveðin.
„Við viljum biðja miðaeigendur okkar innilega afsökunar og jafnframt þakka Lewis og hans fólki fyrir skilning og aðstoð við að reyna að leysa þetta vandamál sem og Laugardalshöllinni fyrir að vinna með okkur í að finna nýja dagsetningu fyrir tónleikana,“ segir í tilkynningunni.
„Við skiljum jafnframt að einhverjir munu vilja fá endurgreitt og verðum við að sjálfsögðu við því. Miðasalan okkar mun senda leiðbeiningar um endurgreiðslur ásamt því sem við munu kynna þær á okkar miðlum.“
Reykjavík Live segist stefna á að kynna nýja dagsetningu síðar í dag eða á morgun.