Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2022 07:48 Áhyggjufullur faðir tók myndir af syni sínum, sem voru svo sendar lækni. Nú getur hann ekki lengur notað þjónustu Google. Getty Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann. Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar. Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar.
Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira