Sjáðu mörkin: Langþráður sigur FH, aukaspyrna Tryggva Hrafns og markaveisla í Breiðholti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 10:30 FH-ingar fagna seinna marki Úlfs Ágústs sem gerði endanlega út um leikinn. Vísir/Diego Fjórtán mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. FH vann þar sinn fyrsta deildarsigur eftir þjálfaraskipti í júní, sjö mörk voru skoruð í Breiðholti og fjögurra marka jafntefli var í Víkinni. FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira