Aron skoraði sex mörk fyrir Álaborg og var því markahæsti maður liðsins ásamt Buster Juul sem einnig skoraði sex mörk. Það eru dönsku meistararnir og dönsku bikarmeistararnir sem mætast í leiknum um Ofurbikarinn.
Leikurinn var nokkuð jafn lengst af og það voru liðsmenn GOG sem náðu mest þriggja marka forskoti um miðjan fyrri hálfleikinn. Álaborgarliðið snéri taflinu þó við áður en gengið var til búningsherbergja og leiddi með tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks.
Aron og félagar létu forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti. Liðsmenn GOG klóruðu aðeins í bakkann undir lokinn en sigur Álaborgar var að lokum nokku öruggur, lokatölur 36-31.