Í tilkynningu segir að Diljá hafi lokið BS.c. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og sé auk þess með meistaragráðu í hagfræði frá Barcelona School of Economics með áherslu á þjóðhagfræði og fjármálamarkaði.
„Diljá starfaði áður sem hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands og sem sérfræðingur í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka. Þá starfaði hún einnig við dæmatímakennslu við hagfræðideild Háskóla Íslands. Diljá er stjórnarmeðlimur og ein stofnenda HKH – Hagsmunafélags kvenna í hagfræði,“ segir í tilkynningunni.
Samtök ferðaþjónustunnar eru heildarsamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi. Samtökin eru stofnuð árið 1998 og eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Um 400 fyrirtæki í ferðaþjónustu um land allt eru aðilar að SAF.