Karlaliðið hefur fengið til sín Króatann Igor Maric sem á síðustu leiktíð stimplaði sig vel inn í deildina með liði ÍR. Maric skoraði að meðaltali 16 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók sex fráköst í leikjum sínum með ÍR og var með 40% þriggja stiga nýtingu.
Áður hefur Maric spilað heima í Króatíu sem og í Slóveníu, Slóvakíu og Tékklandi.
Kvennalið Keflavíkur fékk svo lokapúslið í sinn leikmannahóp þegar samið var við Karinu Konstantinova sem er frá Búlgaríu. Karina er 173 sentímetrar á hæð og getur spilað sem leikstjórnandi eða bakvörður en hún hefur meðal annars spilað á Ítalíu og á Spáni.