Segir skólameistara FSu hafa lokað á nám fanga án samráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 20:49 Guðmundur Ingi segir Olgu Lísu hafa lokað á nám fanga án samráðs. Vísir Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám. „Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur upp á sitt einsdæmi ákveðið að fnagar séu ekki þess verðugir að leggja stund á bóknám. Ég skora á menntamálaráðherra að bregðast við hið snarasta og hreinlega stöðva fyrir allt flæði fjármagns til FSu sem eyrnamerkt er námi fanga.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, sem hann birti í dag. Hann skrifar að þetta sé ekki fyrsta sinn sem skólameistari FSu, Olga Lísa Garðarsdóttir, hafi skert möguleika fanga til náms. „Árið 2014 vakti Helgi Hrafn þá þingmaður athygli á því að Olga ætlaði að minnka starfshlutfall námsráðgjafa úr 100% niður í 50% þrátt fyrir að FSu hafði fengið sérstakt eyrnamerkt fjármagn fyrir 100% stöðu. Olga varð að bakka með það enda má segja að hún hafi beinlínis verið að brjóta lög að mínu viti allavega,“ skrifar Guðmundur. Nú hafi Olga lokað á fjármagn fyrir námsráðgjafa hjá skólanum en sá námsráðgjafi hafi aðra hverja viku lagt leið sína á Kvíabryggju og oftar eftir þörfum til að aðstoða fanga í námi og leiðbeina þeim. Föngum hafi verið virkilega vel fylgt eftir þrátt fyrir að margir hafi ekki klárað nám en þeir hafi þó haft eitthvað fyrir stafni og unnið að einhverju sér til gagns. „Í dag með þessum breytingum hef ég áhyggjur af því að allt nám sé sjálfhætt á Kvíabryggju. Mér finnst ótrúlegt að skólameistari sem sér um nám fanga á landsvísu sé statt og stöðugt að minnka möguleika fanga á námi, koma í veg fyrir að þeir geti stundað staðnám/verknám, verið viðstaddir útskriftir og nú að fá aðstoð með fjarnám,“ skrifar Guðmundur. Hann segist lengi hafa verið mótfallinn því að allt fjármagn til að kenna föngum fari beint til FSu. Fjármagnið sé að hans mati illa nýtt og telur ólíklegt að allt fjármagnið renni beint í kennslu fanga. „Olga kvartaði á sínum tíma mikið yfir því að Helgi Hrafn hefði ekki einu sinni haft samband við Olgu áður en hann fór með málið áfram á Alþingi en nú í þessu máli lét Olga ekki einu sinni [Fjölbrautaskóla Snæfellinga] vita af þessum breytingum og í dag vissi ekki einu sinni Fangelsismálastofnun af þessari ákvörðun skólameistarans,“ skrifar Guðmundur. Hann hafi í dag reynt að fá svör úr ýmsum áttum en engin fengið. „Ég hef reglulega átt fundi með menntamálaráðherrum undanfarinna ára og þeirra embættismönnum og alltaf hefur mér verið tjáð að þeim líki ekki það fyrirkomulag sem sé núna og séu ekki hrifnir af því hvernig menntamál fanga eru yfir höfuð en samt gerist ekkert. FSu fær ennþá tugi milljóna á ári, FSu fækkar stöðugt möguleikum og þrengir stöðugt að föngum. Nám í fangelsunum í dag er hvorki fugl né fiskur!!“ skrifar Guðmundur. „Nú vil ég sjá Lilju menntamálaráðherra spretta upp og afturkalla allt fjármagn til FSu og leggjast svo í heildarendurskoðun á menntamálum fanga og í guðanna bænum hafið fólk með í því sem þekkja þessi mál. Nóg komið af nefndum með fólki sem hefur ekki vit á þessum málaflokki. Takk.“ Fangelsismál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur upp á sitt einsdæmi ákveðið að fnagar séu ekki þess verðugir að leggja stund á bóknám. Ég skora á menntamálaráðherra að bregðast við hið snarasta og hreinlega stöðva fyrir allt flæði fjármagns til FSu sem eyrnamerkt er námi fanga.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, sem hann birti í dag. Hann skrifar að þetta sé ekki fyrsta sinn sem skólameistari FSu, Olga Lísa Garðarsdóttir, hafi skert möguleika fanga til náms. „Árið 2014 vakti Helgi Hrafn þá þingmaður athygli á því að Olga ætlaði að minnka starfshlutfall námsráðgjafa úr 100% niður í 50% þrátt fyrir að FSu hafði fengið sérstakt eyrnamerkt fjármagn fyrir 100% stöðu. Olga varð að bakka með það enda má segja að hún hafi beinlínis verið að brjóta lög að mínu viti allavega,“ skrifar Guðmundur. Nú hafi Olga lokað á fjármagn fyrir námsráðgjafa hjá skólanum en sá námsráðgjafi hafi aðra hverja viku lagt leið sína á Kvíabryggju og oftar eftir þörfum til að aðstoða fanga í námi og leiðbeina þeim. Föngum hafi verið virkilega vel fylgt eftir þrátt fyrir að margir hafi ekki klárað nám en þeir hafi þó haft eitthvað fyrir stafni og unnið að einhverju sér til gagns. „Í dag með þessum breytingum hef ég áhyggjur af því að allt nám sé sjálfhætt á Kvíabryggju. Mér finnst ótrúlegt að skólameistari sem sér um nám fanga á landsvísu sé statt og stöðugt að minnka möguleika fanga á námi, koma í veg fyrir að þeir geti stundað staðnám/verknám, verið viðstaddir útskriftir og nú að fá aðstoð með fjarnám,“ skrifar Guðmundur. Hann segist lengi hafa verið mótfallinn því að allt fjármagn til að kenna föngum fari beint til FSu. Fjármagnið sé að hans mati illa nýtt og telur ólíklegt að allt fjármagnið renni beint í kennslu fanga. „Olga kvartaði á sínum tíma mikið yfir því að Helgi Hrafn hefði ekki einu sinni haft samband við Olgu áður en hann fór með málið áfram á Alþingi en nú í þessu máli lét Olga ekki einu sinni [Fjölbrautaskóla Snæfellinga] vita af þessum breytingum og í dag vissi ekki einu sinni Fangelsismálastofnun af þessari ákvörðun skólameistarans,“ skrifar Guðmundur. Hann hafi í dag reynt að fá svör úr ýmsum áttum en engin fengið. „Ég hef reglulega átt fundi með menntamálaráðherrum undanfarinna ára og þeirra embættismönnum og alltaf hefur mér verið tjáð að þeim líki ekki það fyrirkomulag sem sé núna og séu ekki hrifnir af því hvernig menntamál fanga eru yfir höfuð en samt gerist ekkert. FSu fær ennþá tugi milljóna á ári, FSu fækkar stöðugt möguleikum og þrengir stöðugt að föngum. Nám í fangelsunum í dag er hvorki fugl né fiskur!!“ skrifar Guðmundur. „Nú vil ég sjá Lilju menntamálaráðherra spretta upp og afturkalla allt fjármagn til FSu og leggjast svo í heildarendurskoðun á menntamálum fanga og í guðanna bænum hafið fólk með í því sem þekkja þessi mál. Nóg komið af nefndum með fólki sem hefur ekki vit á þessum málaflokki. Takk.“
Fangelsismál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira