Segir skólameistara FSu hafa lokað á nám fanga án samráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 20:49 Guðmundur Ingi segir Olgu Lísu hafa lokað á nám fanga án samráðs. Vísir Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám. „Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur upp á sitt einsdæmi ákveðið að fnagar séu ekki þess verðugir að leggja stund á bóknám. Ég skora á menntamálaráðherra að bregðast við hið snarasta og hreinlega stöðva fyrir allt flæði fjármagns til FSu sem eyrnamerkt er námi fanga.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, sem hann birti í dag. Hann skrifar að þetta sé ekki fyrsta sinn sem skólameistari FSu, Olga Lísa Garðarsdóttir, hafi skert möguleika fanga til náms. „Árið 2014 vakti Helgi Hrafn þá þingmaður athygli á því að Olga ætlaði að minnka starfshlutfall námsráðgjafa úr 100% niður í 50% þrátt fyrir að FSu hafði fengið sérstakt eyrnamerkt fjármagn fyrir 100% stöðu. Olga varð að bakka með það enda má segja að hún hafi beinlínis verið að brjóta lög að mínu viti allavega,“ skrifar Guðmundur. Nú hafi Olga lokað á fjármagn fyrir námsráðgjafa hjá skólanum en sá námsráðgjafi hafi aðra hverja viku lagt leið sína á Kvíabryggju og oftar eftir þörfum til að aðstoða fanga í námi og leiðbeina þeim. Föngum hafi verið virkilega vel fylgt eftir þrátt fyrir að margir hafi ekki klárað nám en þeir hafi þó haft eitthvað fyrir stafni og unnið að einhverju sér til gagns. „Í dag með þessum breytingum hef ég áhyggjur af því að allt nám sé sjálfhætt á Kvíabryggju. Mér finnst ótrúlegt að skólameistari sem sér um nám fanga á landsvísu sé statt og stöðugt að minnka möguleika fanga á námi, koma í veg fyrir að þeir geti stundað staðnám/verknám, verið viðstaddir útskriftir og nú að fá aðstoð með fjarnám,“ skrifar Guðmundur. Hann segist lengi hafa verið mótfallinn því að allt fjármagn til að kenna föngum fari beint til FSu. Fjármagnið sé að hans mati illa nýtt og telur ólíklegt að allt fjármagnið renni beint í kennslu fanga. „Olga kvartaði á sínum tíma mikið yfir því að Helgi Hrafn hefði ekki einu sinni haft samband við Olgu áður en hann fór með málið áfram á Alþingi en nú í þessu máli lét Olga ekki einu sinni [Fjölbrautaskóla Snæfellinga] vita af þessum breytingum og í dag vissi ekki einu sinni Fangelsismálastofnun af þessari ákvörðun skólameistarans,“ skrifar Guðmundur. Hann hafi í dag reynt að fá svör úr ýmsum áttum en engin fengið. „Ég hef reglulega átt fundi með menntamálaráðherrum undanfarinna ára og þeirra embættismönnum og alltaf hefur mér verið tjáð að þeim líki ekki það fyrirkomulag sem sé núna og séu ekki hrifnir af því hvernig menntamál fanga eru yfir höfuð en samt gerist ekkert. FSu fær ennþá tugi milljóna á ári, FSu fækkar stöðugt möguleikum og þrengir stöðugt að föngum. Nám í fangelsunum í dag er hvorki fugl né fiskur!!“ skrifar Guðmundur. „Nú vil ég sjá Lilju menntamálaráðherra spretta upp og afturkalla allt fjármagn til FSu og leggjast svo í heildarendurskoðun á menntamálum fanga og í guðanna bænum hafið fólk með í því sem þekkja þessi mál. Nóg komið af nefndum með fólki sem hefur ekki vit á þessum málaflokki. Takk.“ Fangelsismál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur upp á sitt einsdæmi ákveðið að fnagar séu ekki þess verðugir að leggja stund á bóknám. Ég skora á menntamálaráðherra að bregðast við hið snarasta og hreinlega stöðva fyrir allt flæði fjármagns til FSu sem eyrnamerkt er námi fanga.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, sem hann birti í dag. Hann skrifar að þetta sé ekki fyrsta sinn sem skólameistari FSu, Olga Lísa Garðarsdóttir, hafi skert möguleika fanga til náms. „Árið 2014 vakti Helgi Hrafn þá þingmaður athygli á því að Olga ætlaði að minnka starfshlutfall námsráðgjafa úr 100% niður í 50% þrátt fyrir að FSu hafði fengið sérstakt eyrnamerkt fjármagn fyrir 100% stöðu. Olga varð að bakka með það enda má segja að hún hafi beinlínis verið að brjóta lög að mínu viti allavega,“ skrifar Guðmundur. Nú hafi Olga lokað á fjármagn fyrir námsráðgjafa hjá skólanum en sá námsráðgjafi hafi aðra hverja viku lagt leið sína á Kvíabryggju og oftar eftir þörfum til að aðstoða fanga í námi og leiðbeina þeim. Föngum hafi verið virkilega vel fylgt eftir þrátt fyrir að margir hafi ekki klárað nám en þeir hafi þó haft eitthvað fyrir stafni og unnið að einhverju sér til gagns. „Í dag með þessum breytingum hef ég áhyggjur af því að allt nám sé sjálfhætt á Kvíabryggju. Mér finnst ótrúlegt að skólameistari sem sér um nám fanga á landsvísu sé statt og stöðugt að minnka möguleika fanga á námi, koma í veg fyrir að þeir geti stundað staðnám/verknám, verið viðstaddir útskriftir og nú að fá aðstoð með fjarnám,“ skrifar Guðmundur. Hann segist lengi hafa verið mótfallinn því að allt fjármagn til að kenna föngum fari beint til FSu. Fjármagnið sé að hans mati illa nýtt og telur ólíklegt að allt fjármagnið renni beint í kennslu fanga. „Olga kvartaði á sínum tíma mikið yfir því að Helgi Hrafn hefði ekki einu sinni haft samband við Olgu áður en hann fór með málið áfram á Alþingi en nú í þessu máli lét Olga ekki einu sinni [Fjölbrautaskóla Snæfellinga] vita af þessum breytingum og í dag vissi ekki einu sinni Fangelsismálastofnun af þessari ákvörðun skólameistarans,“ skrifar Guðmundur. Hann hafi í dag reynt að fá svör úr ýmsum áttum en engin fengið. „Ég hef reglulega átt fundi með menntamálaráðherrum undanfarinna ára og þeirra embættismönnum og alltaf hefur mér verið tjáð að þeim líki ekki það fyrirkomulag sem sé núna og séu ekki hrifnir af því hvernig menntamál fanga eru yfir höfuð en samt gerist ekkert. FSu fær ennþá tugi milljóna á ári, FSu fækkar stöðugt möguleikum og þrengir stöðugt að föngum. Nám í fangelsunum í dag er hvorki fugl né fiskur!!“ skrifar Guðmundur. „Nú vil ég sjá Lilju menntamálaráðherra spretta upp og afturkalla allt fjármagn til FSu og leggjast svo í heildarendurskoðun á menntamálum fanga og í guðanna bænum hafið fólk með í því sem þekkja þessi mál. Nóg komið af nefndum með fólki sem hefur ekki vit á þessum málaflokki. Takk.“
Fangelsismál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira