PGA-tímabilinu lýkur í Atlanta: Scheffler getur skráð sig á spjöld sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 15:01 Scottie Scheffler verður í sviðljósinu á mótinu. EPA-EFE/ROBERT PERRY PGA-tímabilið 2021-22 í golfi lýkur nú um helgina þegar Tour Championship-mótið fer fram á East Lake-vellinum í Atlanta. Sem stendur er hinn 26 ára gamli Scottie Scheffler, efsti kylfingur heimslistans, líklegastur til að hreppa hnossið en hann gæti sett met á mótinu. Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00. Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira