Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2022 12:20 Antonio Manuel Guerrero, einn mannanna fimm sem var dæmdur fyrir nauðgunina í Pamplona árið 2016. epa/Raul Caro Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu. Lagabreytinguna má rekja til kynferðisbrotamáls þar sem 18 ára konu var nauðgað af fimm mönnum þegar nautahlaupið í Pamplóna stóð yfir árið 2016. Mennirnir tóku árásina upp og á myndskeiði mátti sjá konuna liggja kyrra með lokuð augun á meðan þeir nauðguðu henni. Á neðri dómstigum voru mennirnir aðeins dæmdir fyrir kynferðislega misnotkun, þar sem dómarar féllust á það sjónarmið verjenda þeirra að konan hefði ekki streyst á móti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2019 að á engum tíma hefði konan veitt samþykki fyrir kynlífinu og ástæða þess að hún hefði ekki barist á móti væri að hún hefði verið óttaslegin og ekki getað komist undan. Hæstiréttur dæmdi mennina í 15 ára fangelsi. Málið vakti gríðarlega athygli og reiði. Konur fagna nú hinum nýju lögum og segja þau staðfestingu á því að „aðeins já þýði já“. Útgangspunktur laganna er að nauðgun er kynlíf án samþykkis og ítrekað er að samþykkið þarf að vera skýrt; það er ekki hægt að bera því við að einstaklingur sem er meðvitundarlítill, til dæmis sökum ölvunar, hafi gefið samþykki né heldur ef viðkomandi var sofandi, svo dæmi séu tekin. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Lagabreytinguna má rekja til kynferðisbrotamáls þar sem 18 ára konu var nauðgað af fimm mönnum þegar nautahlaupið í Pamplóna stóð yfir árið 2016. Mennirnir tóku árásina upp og á myndskeiði mátti sjá konuna liggja kyrra með lokuð augun á meðan þeir nauðguðu henni. Á neðri dómstigum voru mennirnir aðeins dæmdir fyrir kynferðislega misnotkun, þar sem dómarar féllust á það sjónarmið verjenda þeirra að konan hefði ekki streyst á móti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2019 að á engum tíma hefði konan veitt samþykki fyrir kynlífinu og ástæða þess að hún hefði ekki barist á móti væri að hún hefði verið óttaslegin og ekki getað komist undan. Hæstiréttur dæmdi mennina í 15 ára fangelsi. Málið vakti gríðarlega athygli og reiði. Konur fagna nú hinum nýju lögum og segja þau staðfestingu á því að „aðeins já þýði já“. Útgangspunktur laganna er að nauðgun er kynlíf án samþykkis og ítrekað er að samþykkið þarf að vera skýrt; það er ekki hægt að bera því við að einstaklingur sem er meðvitundarlítill, til dæmis sökum ölvunar, hafi gefið samþykki né heldur ef viðkomandi var sofandi, svo dæmi séu tekin.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira