Til þess að finna listann fyrir ágúst var leitað til plötusnúða bæjarins og helstu lista tónlistarpressunnar skoðaðir.
„DJ Koze er að gera sérstaklega gott mót þessa dagana enda á kemur hann að bæði topplaginu og laginu í þriðja sæti,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone.
Nýr þáttur af PartyZone fer reglulega í loftið hér á Vísi og er hann þá aðgengilegur í Bylgjuappinu og á Mixcloud-rás þáttarins.
GusGus fer vel í mannskapinn
„GusGus og John Grant gáfu út geggjað cover af gömlu, óþekktu 80s lagi sem er að fara vel í mannskapinn. Ali Schwarz (Tiefschwarz) remixið af því lagi er einmitt í öðru sæti,“ segir Helgi.
„Svo eiga Nina Kraviz, Jon Hopkins, Bicep, Four Tet, Dave Lee, Áme og Bicep öll geggjuð lög á listanum. Einnig verð ég að nefna að Ultra Naté sem átti nokkra smellina á tíunda áratugnum á lagið í 20.sætinu sem er að finna á glænýrri breiðskífu frá henni. Remix af nýja laginu frá Jose Gonzales er sömuleiðis inni á listanum.“