„Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 12:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03