Ernirnir höfðu ekki not fyrir þriðja hraðasta grindahlaupara sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 23:01 Devon Allen á heimsmeistaramótinu í Oregon í sumar. Getty/Steph Chambers Bandaríska NFL-liðið Philadelphia Eagles hefur ákveðið að losa sig við fyrrverandi grindahlauparann Devon Allen, en Allen setti þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi fyrr í sumar. Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“ NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“
NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31
Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31