Derby della Madonnina | Aldagamall rígur og þrír eftirminnilegustu leikirnir Björn Már Ólafsson skrifar 2. september 2022 12:31 Það sauð upp úr þegar Mílanóslagurinn fór fram árið 2005. Rígurinn ristir djúpt. Mike Hewitt/Getty Images Maður myndi halda að Mílanóslagurinn – leikurinn á milli tveggja stórliða borgarinnar, AC Milan og Internazionale, væri kenndur við frægasta kennileyti borgarinnar. La Scala óperuhúsið, málverkið Síðasta kvöldmáltíðin sem hangir í klaustri Maríu Meyjar, nú eða sjálfa dómkirkjuna. En þess í stað er slagurinn kenndur við litlu gylltu styttuna af Maríu mey sem trónir á toppi dómkirkjunnar. La Madonnina. Í Mílanó eru smáatriðin í aðalhlutverki. Nú á laugardaginn mætast AC Milan og Internazionale í ítölsku A deildinni í 177. skiptið frá stofnun deildarinnar. Lið alþjóðasinnanna frá Internazionale skartar 67 sigrum, AC Milan hefur unnið 53 leiki á meðan jafnteflin eru 56 talsins. Nöfn liðanna gefa skýrt til kynna einkenni þeirra. AC Milan er félag efri stéttarinnar í Mílanó. Stofnað af breskum sjómönnum sem knattspyrnu- og krikketfélag árið 1899, og er því nokkrum árum eldra en blákæddu nágrannar sínir. Árið 1908 hófst umræða innan AC Milan um það, hvort leyfa ætti erlendum leikmönnum að leika fyrir félagið. Úr varð svo mikið rifrildi að hópur manna gekk á dyr og stofnaði annað félag, Internazionale. Þar voru erlendir leikmenn velkomnir og enn í dag skartar félagið oftast nær af fleiri erlendum leikmönnum en AC Milan. Búast má við baráttu milli Lautaro Martínez og Fikayo Tomori á morgun.Stefano Guidi/Getty Images Derby della Madonnina er afar sérstakur nágrannaslagur enda eru bæði félögin á meðal þeirra stærstu í landinu og því reglulega toppslagir þegar liðin draga upp sverðin og mætast á sameiginlegum velli sínum Stadio Giuseppe Meazza í San Siro hverfinu. Völlurinn er kenndur við knattspyrnumanninn Giuseppe Meazza sem lék með báðum félögum og því geta báðir stuðningshóparnir sætt sig við nafngiftina. Meazza var einn albesti knattspyrnumaður heims á sínum tíma. Vann tvo heimsmeistaratitla með Ítalíu á millistríðsárunum. Auk þess er hans minnst sem mikils glaumgosa. Hann mætti reglulega beint á völlinn af öldurhúsum – nú eða jafnvel vændishúsum borgarinnar og spilaði oft sína bestu leiki eftir kampavínsneyslu daginn áður. AC Milan fer inn í leik laugardagsins sem ríkjandi meistari eftir ótrúlegan sigur í deildinni á síðasta tímabili. Ungt og sprækt lið þeirra kom öllum á óvart og stal titlinum rétt fyrir framan nefið á nágrönnunum í Inter sem leitt höfðu deildina lengst framan af. Viðsnúningurinn kom einmitt í Derby della Madonnina í febrúar þegar AC Milan sneri 0-1 stöðu í hálfleik í 2-1 með tveimur mörkum frá Olivier Giroud. Frábær frammistaða AC Milan í síðari hálfleiknum var vendipunkturinn og þeir rauðsvörtu litu aldrei um öxl eftir það. Internazionale hefur einnig unnið frækna sigra á nágrönnum sínum. Einn sá frægasti var árið 2012. AC Milan var ríkjandi meistari og í harðri baráttu við Juventus um titilinn. Leikurinn var í járnum 2-2 þar til tíu mínútur voru eftir. Þá kom Diego Milito Inter yfir og með ótrúlegu marki af löngu færi gulltrygði brasilíski bakvörðurinn Maicon sigurinn skömmu síðar. Þetta varð að lokum til þess að Juventus vann titilinn og hjá AC Milan hófst tíu ára eyðumerkurganga án titla. Stundum er mesta gleðin fólgin í því að skemma fyrir erkióvininum. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað á tímabilinu. Inter er í þriðja sæti eftir þrjá sigra og eitt tap í erfiðum útileik gegn Lazio. AC Milan er taplaust í sjötta sæti en tvö jafntefli hafa sett strik sitt í reikninginn. Bæði lið verða án sinna helstu stjörnuleikmanna í sókninni. Zlatan Ibrahimovic er enn að glíma við meiðsli og hjá þeim blásvörtu meiddist Romelo Lukaku í síðasta deildarleik og verður því stórt skarð höggvið í sóknarleik þeirra. Af tilefninu er hita upp fyrir morgundaginn með því að velja þrjá eftirminnilegustu Mílanóslagina frá síðari árum. Fjendurnir mætast í Flórens Stutt er á milli leikja í A deildinni þessa dagana en heil umferð var spiluð nú í miðri viku. Sá leikmaður sem er á allra vörum þessa dagana er serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic. Gegn Spezia á miðvikudaginn skoraði hann úr annarri aukaspyrnu sinni í jafnmörgum leikjum og seinni spyrnan var hreinræktuð eftirlíking af þeirri fyrri sem hann átti gegn Roma. Juventus er á góðu róli með ógnarsterka varnarlínu. Aðeins eitt mark hefur liðið fengið á sig í fyrstu fjórum leikjunum og það var úr föstu leikatriði. Angel Di Maria sem meiddist í upphafi tímabils er aftur farinn að spila og kemur með meira krydd í sóknarleikinn. Þá er Pólverjinn Arkadiusz Milik kominn til liðsins frá Marseille og hann kom sér strax á blað. Mikael Egill Ellertsson lék um það bil tíu mínútur fyrir Spezia gegn Juventus og átti fína innkomu sem gefur eykur líkur hans á fleiri mínútum. Fiorentina og Juventus eigast við í Flórens.Isabella Bonotto/Anadolu Agency via Getty Images Á laugardaginn mætir Juventus Fiorentina á útivelli í einum hatrammasta bardaga deildarinnar. Stuðningsmenn Fiorentina hafa í áratugi þurft að horfa á eftir hverum leikmanninum á fætur öðrum ganga til liðs við Juventus. Roberto Baggio, Federico Chiesa, Federico Bernardeschi og nú síðast Dusan Vlahovic, aldrei fær La Viola að eiga stjörnunar sínar í friði. Það má því búast við fullum Stadio Artemio Franchi í Flórens og ekki verður stemningin betri ef Dusan Vlahovic skyldi slysast til að skora úr enn einni aukaspyrnunni. Mourinho sáttur á toppi deildarinnar José Mourinho og lærisveinar hans í Roma verma toppsætið eftir fyrstu fjórar umferðirnar eftir öruggan 3-0 sigur á nýliðum Monza á heimavelli. Þar ber helst að nefna að argentínska stórstjarnan Paulo Dybala komst loks á blað með tveimur frábærum mörkum í fyrri hálfleik sem gerðu út af við leikinn. Allir kátir í rauða hluta Rómarborgar.Silvia Lore/Getty Images Brasilíski varnarmaðurinn Roger Ibanez bætti þriðja markinu við. Romaliðið hefur enn ekki fengið á sig mark úr opnum leik og ljóst að Mourinho leggur mikla áherslu á að púsla varnarlínunni vel saman. Þórir Jóhann í byrjunarliðinu Ekkert lið leit betur út í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en Napoli með alla sína nýju spennandi sóknarmenn. Þeir runnu þó rækilega á afturendann á heimavelli gegn Lecce þar sem Þórir Jóhann Helgason lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lecce. Þórir Jóhann berst við Tanguy Ndombélé í baráttunni í miðri viku.Ivan Romano/Getty Images Staðan í hálfleik var 1-1 og hefði hæglega getað verið Lecce í vil en framherji þeirra brenndi af vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins. Hann bætti þó upp fyrir það skömmu síðar með stórkostlegu langskoti úr kyrrstöðu, óverjandi fyrir Alex Meret í marki Napoli. Þórir Jóhann fór af velli í hálfleik eftir ágæta frammistöðu. Luciano Spalletti þjálfari Napoli var hins vegar allt annað en sáttur með sína menn í fyrri hálfleik og gerði tvær breytingar í hálfleik. Liðið lék betur í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Sterkt jafntefli fyrir nýliðana frá Lecce. Kveður Atalanta eftir baráttu við andleg veikindi Einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar þakkaði fyrir sig á fimmtudaginn þegar Atalanta tók á móti Torino. Josip Ilicic sem leikið hefur með Palermo, Fiorentina og Atalanta, kvaddi stuðningsmenn Atalanta fyrir leik og fékk dynjandi lófatak. Óvíst er hvort Josip Ilicic mun snúa aftur á fótboltavöllinn.Emilio Andreoli/Getty Images Lappalangi töframaðurinn frá Slóveníu hefur glímt við þunglyndi undanfarin misseri eftir alvarleg veikindi sem hann varð fyrir árið 2018. Nú í sumar birtust þungu dimmu skýin í hugarheimi hans að nýju og komst hann að samkomulagi við Atalanta um að rifta samningi hans. Óvíst er hvort hann snúi nokkurn tímann aftur á knattspyrnuvöllinn og missirinn er mikill enda einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar þegar hann hafði skap til. Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Nú á laugardaginn mætast AC Milan og Internazionale í ítölsku A deildinni í 177. skiptið frá stofnun deildarinnar. Lið alþjóðasinnanna frá Internazionale skartar 67 sigrum, AC Milan hefur unnið 53 leiki á meðan jafnteflin eru 56 talsins. Nöfn liðanna gefa skýrt til kynna einkenni þeirra. AC Milan er félag efri stéttarinnar í Mílanó. Stofnað af breskum sjómönnum sem knattspyrnu- og krikketfélag árið 1899, og er því nokkrum árum eldra en blákæddu nágrannar sínir. Árið 1908 hófst umræða innan AC Milan um það, hvort leyfa ætti erlendum leikmönnum að leika fyrir félagið. Úr varð svo mikið rifrildi að hópur manna gekk á dyr og stofnaði annað félag, Internazionale. Þar voru erlendir leikmenn velkomnir og enn í dag skartar félagið oftast nær af fleiri erlendum leikmönnum en AC Milan. Búast má við baráttu milli Lautaro Martínez og Fikayo Tomori á morgun.Stefano Guidi/Getty Images Derby della Madonnina er afar sérstakur nágrannaslagur enda eru bæði félögin á meðal þeirra stærstu í landinu og því reglulega toppslagir þegar liðin draga upp sverðin og mætast á sameiginlegum velli sínum Stadio Giuseppe Meazza í San Siro hverfinu. Völlurinn er kenndur við knattspyrnumanninn Giuseppe Meazza sem lék með báðum félögum og því geta báðir stuðningshóparnir sætt sig við nafngiftina. Meazza var einn albesti knattspyrnumaður heims á sínum tíma. Vann tvo heimsmeistaratitla með Ítalíu á millistríðsárunum. Auk þess er hans minnst sem mikils glaumgosa. Hann mætti reglulega beint á völlinn af öldurhúsum – nú eða jafnvel vændishúsum borgarinnar og spilaði oft sína bestu leiki eftir kampavínsneyslu daginn áður. AC Milan fer inn í leik laugardagsins sem ríkjandi meistari eftir ótrúlegan sigur í deildinni á síðasta tímabili. Ungt og sprækt lið þeirra kom öllum á óvart og stal titlinum rétt fyrir framan nefið á nágrönnunum í Inter sem leitt höfðu deildina lengst framan af. Viðsnúningurinn kom einmitt í Derby della Madonnina í febrúar þegar AC Milan sneri 0-1 stöðu í hálfleik í 2-1 með tveimur mörkum frá Olivier Giroud. Frábær frammistaða AC Milan í síðari hálfleiknum var vendipunkturinn og þeir rauðsvörtu litu aldrei um öxl eftir það. Internazionale hefur einnig unnið frækna sigra á nágrönnum sínum. Einn sá frægasti var árið 2012. AC Milan var ríkjandi meistari og í harðri baráttu við Juventus um titilinn. Leikurinn var í járnum 2-2 þar til tíu mínútur voru eftir. Þá kom Diego Milito Inter yfir og með ótrúlegu marki af löngu færi gulltrygði brasilíski bakvörðurinn Maicon sigurinn skömmu síðar. Þetta varð að lokum til þess að Juventus vann titilinn og hjá AC Milan hófst tíu ára eyðumerkurganga án titla. Stundum er mesta gleðin fólgin í því að skemma fyrir erkióvininum. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað á tímabilinu. Inter er í þriðja sæti eftir þrjá sigra og eitt tap í erfiðum útileik gegn Lazio. AC Milan er taplaust í sjötta sæti en tvö jafntefli hafa sett strik sitt í reikninginn. Bæði lið verða án sinna helstu stjörnuleikmanna í sókninni. Zlatan Ibrahimovic er enn að glíma við meiðsli og hjá þeim blásvörtu meiddist Romelo Lukaku í síðasta deildarleik og verður því stórt skarð höggvið í sóknarleik þeirra. Af tilefninu er hita upp fyrir morgundaginn með því að velja þrjá eftirminnilegustu Mílanóslagina frá síðari árum. Fjendurnir mætast í Flórens Stutt er á milli leikja í A deildinni þessa dagana en heil umferð var spiluð nú í miðri viku. Sá leikmaður sem er á allra vörum þessa dagana er serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic. Gegn Spezia á miðvikudaginn skoraði hann úr annarri aukaspyrnu sinni í jafnmörgum leikjum og seinni spyrnan var hreinræktuð eftirlíking af þeirri fyrri sem hann átti gegn Roma. Juventus er á góðu róli með ógnarsterka varnarlínu. Aðeins eitt mark hefur liðið fengið á sig í fyrstu fjórum leikjunum og það var úr föstu leikatriði. Angel Di Maria sem meiddist í upphafi tímabils er aftur farinn að spila og kemur með meira krydd í sóknarleikinn. Þá er Pólverjinn Arkadiusz Milik kominn til liðsins frá Marseille og hann kom sér strax á blað. Mikael Egill Ellertsson lék um það bil tíu mínútur fyrir Spezia gegn Juventus og átti fína innkomu sem gefur eykur líkur hans á fleiri mínútum. Fiorentina og Juventus eigast við í Flórens.Isabella Bonotto/Anadolu Agency via Getty Images Á laugardaginn mætir Juventus Fiorentina á útivelli í einum hatrammasta bardaga deildarinnar. Stuðningsmenn Fiorentina hafa í áratugi þurft að horfa á eftir hverum leikmanninum á fætur öðrum ganga til liðs við Juventus. Roberto Baggio, Federico Chiesa, Federico Bernardeschi og nú síðast Dusan Vlahovic, aldrei fær La Viola að eiga stjörnunar sínar í friði. Það má því búast við fullum Stadio Artemio Franchi í Flórens og ekki verður stemningin betri ef Dusan Vlahovic skyldi slysast til að skora úr enn einni aukaspyrnunni. Mourinho sáttur á toppi deildarinnar José Mourinho og lærisveinar hans í Roma verma toppsætið eftir fyrstu fjórar umferðirnar eftir öruggan 3-0 sigur á nýliðum Monza á heimavelli. Þar ber helst að nefna að argentínska stórstjarnan Paulo Dybala komst loks á blað með tveimur frábærum mörkum í fyrri hálfleik sem gerðu út af við leikinn. Allir kátir í rauða hluta Rómarborgar.Silvia Lore/Getty Images Brasilíski varnarmaðurinn Roger Ibanez bætti þriðja markinu við. Romaliðið hefur enn ekki fengið á sig mark úr opnum leik og ljóst að Mourinho leggur mikla áherslu á að púsla varnarlínunni vel saman. Þórir Jóhann í byrjunarliðinu Ekkert lið leit betur út í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en Napoli með alla sína nýju spennandi sóknarmenn. Þeir runnu þó rækilega á afturendann á heimavelli gegn Lecce þar sem Þórir Jóhann Helgason lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lecce. Þórir Jóhann berst við Tanguy Ndombélé í baráttunni í miðri viku.Ivan Romano/Getty Images Staðan í hálfleik var 1-1 og hefði hæglega getað verið Lecce í vil en framherji þeirra brenndi af vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins. Hann bætti þó upp fyrir það skömmu síðar með stórkostlegu langskoti úr kyrrstöðu, óverjandi fyrir Alex Meret í marki Napoli. Þórir Jóhann fór af velli í hálfleik eftir ágæta frammistöðu. Luciano Spalletti þjálfari Napoli var hins vegar allt annað en sáttur með sína menn í fyrri hálfleik og gerði tvær breytingar í hálfleik. Liðið lék betur í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Sterkt jafntefli fyrir nýliðana frá Lecce. Kveður Atalanta eftir baráttu við andleg veikindi Einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar þakkaði fyrir sig á fimmtudaginn þegar Atalanta tók á móti Torino. Josip Ilicic sem leikið hefur með Palermo, Fiorentina og Atalanta, kvaddi stuðningsmenn Atalanta fyrir leik og fékk dynjandi lófatak. Óvíst er hvort Josip Ilicic mun snúa aftur á fótboltavöllinn.Emilio Andreoli/Getty Images Lappalangi töframaðurinn frá Slóveníu hefur glímt við þunglyndi undanfarin misseri eftir alvarleg veikindi sem hann varð fyrir árið 2018. Nú í sumar birtust þungu dimmu skýin í hugarheimi hans að nýju og komst hann að samkomulagi við Atalanta um að rifta samningi hans. Óvíst er hvort hann snúi nokkurn tímann aftur á knattspyrnuvöllinn og missirinn er mikill enda einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar þegar hann hafði skap til.
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn