Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 3. september 2022 18:01 Sindri Sindrason les. Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. Fjallað er um þetta og annað í kvöldfréttum Stöðvar 2. Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira