Leikskóli áfram í Staðarhverfi Skúli Helgason skrifar 6. september 2022 11:01 Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun